Ekki hægt að setja verðmiða á umfjöllun 60 mínútna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. maí 2021 20:31 Sigríður Dögg Guðmundsdóttir segir að þjóðir heims keppist nú um athygli ferðamanna. Unnið sé að því að gera Ísland að fyrsta áfangastað fólks. Vísir/Einar Árnason Umfjöllun erlendra fjölmiðla um eldgosið í Geldingadölum hefur reynst Íslendingum ómetanleg, að mati Íslandsstofu. Bjart sé yfir ferðaþjónustunni á næstu misserum en mikilvægt að halda rétt á spilunum. Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.” Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira
Eldgosið í Geldingadölum hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar flykkjast til landsins, ekki síst nú þegar bólusetningum vindur fram. Þannig hefur til dæmis fréttaskýringaþátturinn 60 minutes, eða 60 mínútur, gert sér ferð til landsins. „Þessi umfjöllun hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir Ísland. Og við erum alltaf í keppni við aðra áfangastaði. Við erum ekki að fara að keppa við þau til dæmis til í fjármagni þegar kemur að auglýsingum og birtingum. Almannatengsl er það sem skiptir miklu máli fyrir okkur og að fá svona umfjallanir eins og í 60 minutes, elsta og virtasta fréttaskýringaþætti heims er bara ómetanlegt,” segir Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Eldgosið í Geldingadölum er magnað sjónarspil og hefur því réttilega vakið heimsathygli.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki hægt að setja verðmiða á umfjallanir af þessum toga. „Það eru leiðir til þess að reikna út fjölmiðlavirði en það eru kannski ekki hárnákvæm vísindi og erfitt að setja einhverja nákvæma tolu á hverju þetta er að skila en það er alveg víst að þetta skilar mjög miklu fyrir ímynd Íslands á erlendum vettvangi.” Fréttamaðurinn Bill Whitaker kom til landsins fyrr í þessum mánuði og fékk til liðs við sig helstu vísindamenn landsins. Ríflega sjö milljónir manna horfa á hvern þátt, en þátturinn fer í loftið á sunnudag. Sigríður segir að Íslandsstofa haldi utan um allar þær þúsundir frétta sem hafi verið skrifaðar um Ísland á undanförnum vikum. Hún segir bjart yfir ferðaþjónustunni, Bandaríkjamarkaður sé farinn að springa út, en það er stærsti ferðamannahópurinn hér á landi. „Sá þáttur sem hefur valdið því að fólk vill ekki ferðast er mest óttinn við Covid. En við búum að því að Ísland hefur skapað sér mjög jákvæða ímynd út frá því hversu vel hefur gengið að takast á við heimsfaraldurinn, sem eru ótvíræðir sameiginlegir hagsmunir okkar allra.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Sjá meira