50% aukning á nýskráningum á milli mánaða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. júní 2021 07:01 Bílasala gengur betur en á síðasta ári. Alls voru 1898 ökutæki nýskráð í maí, það er aukning um 50% frá síðasta mánuði, þegar 1264 ökutæki voru nýskráð. Flest nýskráð ökutæki í nýliðnum maí mánuði voru af Toyota gerð, eða 263 ökutæki. Kia var í öðru sæti með 237 og Suzuki í þriðja með 163 ökutæki. Af nýskráðum Toyota bifreiðum voru flestar af undirtegundinni Rav4 eða 88 og Yaris næstflestar, eða 43. Suzuki er hefur greinilega gengið vel að selja Vitara bifreiðar því Vitara var mest nýskráða undirtegundin í maí. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í maí ganga fyrir bensíni eingöngu. Næst flest þeirra ganga eingöngu fyrir dísel. Bensín knúin telja 532 og dísel 325. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 236. Þar er Nissan Leaf efstur á blaði með 28 nýskráningar, Kia Niro með 25 og Skoda Enyaq 80 með 21, sem og Hyundai Kona. Samanburður á milli ára Í maí í fyrra voru 1112 ökutæki nýskráð, aukningin á milli ára nemur því rúmlega 70%. Maí í fyrra litaðist talsvert af kórónaveirufaraldrinum. Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent
Af nýskráðum Toyota bifreiðum voru flestar af undirtegundinni Rav4 eða 88 og Yaris næstflestar, eða 43. Suzuki er hefur greinilega gengið vel að selja Vitara bifreiðar því Vitara var mest nýskráða undirtegundin í maí. Orkugjafar Flest nýskráð ökutæki í maí ganga fyrir bensíni eingöngu. Næst flest þeirra ganga eingöngu fyrir dísel. Bensín knúin telja 532 og dísel 325. Nýskráningar hreinna rafbíla voru 236. Þar er Nissan Leaf efstur á blaði með 28 nýskráningar, Kia Niro með 25 og Skoda Enyaq 80 með 21, sem og Hyundai Kona. Samanburður á milli ára Í maí í fyrra voru 1112 ökutæki nýskráð, aukningin á milli ára nemur því rúmlega 70%. Maí í fyrra litaðist talsvert af kórónaveirufaraldrinum.
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent