Fríverslunarsamningur við Bretland í höfn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2021 11:17 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða. Vísir/Vilhelm Ísland hefur lokið við gerð nýs fríverslunarsamnings við Bretland. Utanríkisráðherra segir um tímamótasamning að ræða sem marki þáttaskil í samskiptum ríkjanna. Ráðgert er að hann verði undirritaður á næstu vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að utanríkis- og viðskiptaráðherrar, Íslands, Bretlands, Noregs og Liechtenstein muni eiga fjarfund muni koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta formlega að samkomulag hafi náðst um fríverslunarsamning til framtíðar. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðarsamband við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vinatengsl Íslands og Bretland um ókomna tíð,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Yfirgripsmikill samningur Þar er samningurinn sagður framsækinn og yfirgripsmikill og að hann nái til flestra sviða viðskipta milli ríkjanna og þeirra reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn er sagður veita gagnkvæman aðgang að mörkuðum samkvæmt ákveðnum skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Þannig muni íslensk fyrirtæki til að mynda hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi. Eins inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði umhverfisverndar og vinnuréttar. Þá er þar að finna kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum, en slíkt ákvæði hefur ekki áður verið sett í fríverslunarsamning sem Ísland er aðili að. „Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og viðskipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið gleðiefni að samningurinn inniheldur ákvæði um efnahagslega valdeflingu kvenna þar sem mikilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd hans er áréttað,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Viðbrögð við Brexit Um er að ræða umfangsmikinn samning í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. Viðræður Bretlands og Íslands um fríverslunarsamning hófust í september á síðasta ári og komu til vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Samningaviðræður við Bretland um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en viðræðurnar komu til vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgangan hafði umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands og því nauðsynlegt að endurgera marga samninga á milli ríkjanna þ.m.t. á sviði utanríkisviðskipta. Bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti tók gildi um áramótin en nú hefur fríverslunarsamningur náðst til framtíðar. Búist er við að samningurinn verði undirritaður á næstu vikum,“ segir þá í tilkynningunni. Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar kemur fram að utanríkis- og viðskiptaráðherrar, Íslands, Bretlands, Noregs og Liechtenstein muni eiga fjarfund muni koma saman til fjarfundar í hádeginu til að staðfesta formlega að samkomulag hafi náðst um fríverslunarsamning til framtíðar. „Nýr fríverslunarsamningur við Bretland hefur verið forgangsmál í ráðherratíð minni og mun skipta sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki og neytendur. Ég hef lagt mikla áherslu á að tryggja gott framtíðarsamband við Bretland eftir útgönguna úr Evrópusambandinu og ég er sannfærður um að þessi samningur muni styrkja efnahags- og vinatengsl Íslands og Bretland um ókomna tíð,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningunni. Yfirgripsmikill samningur Þar er samningurinn sagður framsækinn og yfirgripsmikill og að hann nái til flestra sviða viðskipta milli ríkjanna og þeirra reglna sem hafa áhrif á þau. „Í ljósi þess að Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslands og vegna náinna tengsla ríkjanna þótti afar brýnt að ljúka framtíðarsamningi við Bretland á þessum tímapunkti,“ segir í tilkynningunni. Samningurinn er sagður veita gagnkvæman aðgang að mörkuðum samkvæmt ákveðnum skilyrðum þegar kemur að vöruviðskiptum, þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Þannig muni íslensk fyrirtæki til að mynda hafa aðgang að opinberum útboðum í Bretlandi. Eins inniheldur samningurinn skuldbindingar á sviði umhverfisverndar og vinnuréttar. Þá er þar að finna kafla um jafnréttismál og valdeflingu kvenna í viðskiptum, en slíkt ákvæði hefur ekki áður verið sett í fríverslunarsamning sem Ísland er aðili að. „Ein helsta áhersla Íslands í viðræðunum um kaflann um sjálfbæra þróun og viðskipti var að kynjajafnrétti yrði gert hátt undir höfði, í takt við áherslur ríkisstjórnarinnar. Það er því mikið gleðiefni að samningurinn inniheldur ákvæði um efnahagslega valdeflingu kvenna þar sem mikilvægi jafnréttismála og kynjasjónarmiða við framkvæmd hans er áréttað,“ er haft eftir Guðlaugi Þór. Viðbrögð við Brexit Um er að ræða umfangsmikinn samning í samanburði við aðra fríverslunarsamninga sem Ísland hefur gert. Viðræður Bretlands og Íslands um fríverslunarsamning hófust í september á síðasta ári og komu til vegna Brexit, útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. „Samningaviðræður við Bretland um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en viðræðurnar komu til vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Útgangan hafði umtalsverð áhrif á samband Íslands og Bretlands og því nauðsynlegt að endurgera marga samninga á milli ríkjanna þ.m.t. á sviði utanríkisviðskipta. Bráðabirgðasamningur um vöruviðskipti tók gildi um áramótin en nú hefur fríverslunarsamningur náðst til framtíðar. Búist er við að samningurinn verði undirritaður á næstu vikum,“ segir þá í tilkynningunni.
Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent