Möguleg hræðsla við að lenda á jaðrinum í stærri byggð Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2021 13:38 Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar. Aðsend Ekkert verður af sameiningu Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og sveitarfélagsins Skagastrandar eftir að íbúar Skagabyggðar höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu í gær. Sjötíu voru á kjörskrá og greiddu 29 atkvæði gegn sameiningu en 24 með. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar, segir úrslitin vonbrigði enda hafi sveitarfélögin lagt mikla vinnu í undirbúning undanfarna mánuði. Þess vegna koma þessar niðurstöður mér og fleirum í nefndinni og íbúum hérna reyndar líka töluvert á óvart og eru vonbrigði. Ég held að það megi ekki leyna því,“ segir hún. Níutíu og fimm manns búa í Skagabyggð en á sveitarfélagið erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu. Dagný Rósa segir að það kaupi mikla þjónustu af nágrannasveitarfélögunum. „Við rekum ekki sjálf okkar skóla eða félagsþjónustu eða slíkt. Það er bæði rekið í byggðarsamlögum og í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd sem felldi reyndar líka. Ég er ekki búin að hugsa þetta neitt mikið lengra því ég hafði það óbilandi trú að þetta yrði nú samþykkt,“ segir oddvitinn. Aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að tillagan væri samþykkt en Dagný Rósa segir að þannig virki lýðræðið og að meirihlutinn ráði. Spurð að því hvers vegna hún telur að tillagan hafi verið felld segir hún ekki vita hvort að einhver ein ástæða hafi búið að baki. „Það er náttúrulega svosem hræðsla kannski við að verða einhvers konar jaðarbyggð í stærra samfélagi, held ég að það sé fyrst og fremst,“ segir oddvitinn. Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu hins vegar að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór einnig fram í gær. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. 65,2% greiddu sameiningunni atkvæði sitt. Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi. Skagabyggð Sveitarstjórnarmál Skagaströnd Blönduós Húnavatnshreppur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Dagný Rósa Úlfarsdóttir, oddviti hreppsnefndar Skagabyggðar, segir úrslitin vonbrigði enda hafi sveitarfélögin lagt mikla vinnu í undirbúning undanfarna mánuði. Þess vegna koma þessar niðurstöður mér og fleirum í nefndinni og íbúum hérna reyndar líka töluvert á óvart og eru vonbrigði. Ég held að það megi ekki leyna því,“ segir hún. Níutíu og fimm manns búa í Skagabyggð en á sveitarfélagið erfitt með að reka ýmsa grunnþjónustu. Dagný Rósa segir að það kaupi mikla þjónustu af nágrannasveitarfélögunum. „Við rekum ekki sjálf okkar skóla eða félagsþjónustu eða slíkt. Það er bæði rekið í byggðarsamlögum og í samstarfi við sveitarfélagið Skagaströnd sem felldi reyndar líka. Ég er ekki búin að hugsa þetta neitt mikið lengra því ég hafði það óbilandi trú að þetta yrði nú samþykkt,“ segir oddvitinn. Aðeins vantaði fimm atkvæði upp á að tillagan væri samþykkt en Dagný Rósa segir að þannig virki lýðræðið og að meirihlutinn ráði. Spurð að því hvers vegna hún telur að tillagan hafi verið felld segir hún ekki vita hvort að einhver ein ástæða hafi búið að baki. „Það er náttúrulega svosem hræðsla kannski við að verða einhvers konar jaðarbyggð í stærra samfélagi, held ég að það sé fyrst og fremst,“ segir oddvitinn. Íbúar í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp samþykktu hins vegar að sameina sveitarfélögin í kosningu sem fór einnig fram í gær. Tæplega tveir af hverjum þremur samþykktu sameininguna í Þingeyjarsveit. 65,2% greiddu sameiningunni atkvæði sitt. Stuðningurinn við sameinginuna var meiri í Skútustaðahreppi.
Skagabyggð Sveitarstjórnarmál Skagaströnd Blönduós Húnavatnshreppur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira