Vonar að þættirnir stuðli að því að efla íslenskt tónlistarlíf Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. júní 2021 16:31 Bergþór Másson segir það mjög mikilvægt að ríkisvaldið hlúi að íslenska tónlistarbransanum. Bergþór Másson er þáttastjórnandi annarrar seríu hlaðvarpsins Bransakjaftæði, sem gefið er út undir merkjum Tónatals. Þættirnir fara af stað á miðvikudag og birtast þá á helstu efnisveitum. Jafnframt verða þættirnir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16 og verða einnig aðgengilegir hér á Vísi. Verkefnið er samstarf ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, STEF, SFH og Íslandsstofu. Í fyrra var vefsíðan Tónatal opnuð með fyrstu seríu Bransakjaftæði sem og stuttum myndskeiðum með GDRN og Loga Pedro þar sem þau gera grein fyrir ólíkum þáttum tónlistarbransans. Markmið verkefnisins er að gera tónlistariðnaðinn aðgengilegri fyrir bæði þau sem eru að stíga sín fyrstu spor sem og þau sem eru lengra komin. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, á þessari fyrstu alhliða upplýsingaveitu tónlistariðnaðarins á Íslandi. Átta bransaviðtöl GDRN kom að máli við Sigtrygg hjá ÚTÓN í byrjun árs 2020 um leiðir til að framleiða stutt fræðslumyndbönd um skáningu laga og fyrstu skref fyrir unga tónhöfunda. Úr því spannst síðan hugmyndin að fræðslusíðunni Tónatal. Skjáskot úr fyrstu þáttaröðinni. Fyrsta serían var með þeim formerkjum að ungt tónlistarfólk rakti garnirnar úr reynsluboltum um málefni sem það var forvitið um innan bransans. Þessa seríu framleiðir Bergþór Másson og í hverri viku fær hann til sín góðan gest til að ræða þeirra upplifun. Farið verður af stað með átta þætti, en til hans koma þau: Ólafur Arnalds, tónskáld og framleiðandi Sindri Ástmarsson, umboðsmaður og dagskrárstjóri Hildur Kristín, lagahöfundur og flytjandi Egill Ástráðsson, framleiðandi Esther Þorvaldsdóttir, menningarmiðlari Sigtryggur Baldursson, framkvæmdarstjóri ÚTÓN Pálmi Ragnar Ásgeirsson, framleiðandi og lagahöfundur Sóley Stefánsdóttir, lagahöfundur og flytjandi Mikilvægt að hlúa að tónlistarbransanum Bergþór stýrir hlaðvarpsþáttunum Skoðanabræður og Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Skoðanabræður er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sem Bergþór heldur úti með Snorra bróður sínum. Þar fá þeir til sín góða og fjölbreytta gesti eins og til dæmis Katrínu Jakobsdóttir, Högna Egilsson, Flóna, Hallgrím Helgason og Agnesi biskup þar sem þeir ræða og greina íslenskan samtíma. Kraftbirtingarhljómur guðdómsins er viðtalsþáttur við íslenska rappara og hefur hann rætt þar við nánast alla rappara landsins. Jafnframt er hann umboðsmaður og útgefandi ClubDub og Birnis, og þekkir þannig tónlistariðnaðinn vel af eigin raun. Hann lærði Music Business and Live Entertainment í London og hefur starfað fyrir Sony Music Iceland og Les Fréres Stefson. „Það sem raunverulega skiptir máli fyrir íslenskt samfélag er listin og menningin - bæði til þess að útlendingar vilji koma hingað og að Íslendingar vilji búa hérna. Samkvæmt rannsóknum eru sterkur lókal infrastúktúr það mikilvægasta fyrir útflutning tónlistar. Þar af leiðandi er mjög mikilvægt að ríkisvaldið hlúi að íslenska tónlistarbransanum. Það borgar sig margfalt. Á alla vegu. Ég vona að þessi hlaðvarpssería stuðli að einhverju leyti að því að efla íslenskt tónlistarlíf.“ Hafir þú frekari áhuga að heyra hvernig tónlistarbransinn gengur fyrir verður hægt að finna Bransakjaftæði með Bergþóri Mássyni á miðvikudag á Spotify, Apple Music, Útvarp 101 og á Vísi. Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Jafnframt verða þættirnir spilaðir á Útvarp 101 á miðvikudögum klukkan 16 og verða einnig aðgengilegir hér á Vísi. Verkefnið er samstarf ÚTÓN, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, STEF, SFH og Íslandsstofu. Í fyrra var vefsíðan Tónatal opnuð með fyrstu seríu Bransakjaftæði sem og stuttum myndskeiðum með GDRN og Loga Pedro þar sem þau gera grein fyrir ólíkum þáttum tónlistarbransans. Markmið verkefnisins er að gera tónlistariðnaðinn aðgengilegri fyrir bæði þau sem eru að stíga sín fyrstu spor sem og þau sem eru lengra komin. Þar má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, á þessari fyrstu alhliða upplýsingaveitu tónlistariðnaðarins á Íslandi. Átta bransaviðtöl GDRN kom að máli við Sigtrygg hjá ÚTÓN í byrjun árs 2020 um leiðir til að framleiða stutt fræðslumyndbönd um skáningu laga og fyrstu skref fyrir unga tónhöfunda. Úr því spannst síðan hugmyndin að fræðslusíðunni Tónatal. Skjáskot úr fyrstu þáttaröðinni. Fyrsta serían var með þeim formerkjum að ungt tónlistarfólk rakti garnirnar úr reynsluboltum um málefni sem það var forvitið um innan bransans. Þessa seríu framleiðir Bergþór Másson og í hverri viku fær hann til sín góðan gest til að ræða þeirra upplifun. Farið verður af stað með átta þætti, en til hans koma þau: Ólafur Arnalds, tónskáld og framleiðandi Sindri Ástmarsson, umboðsmaður og dagskrárstjóri Hildur Kristín, lagahöfundur og flytjandi Egill Ástráðsson, framleiðandi Esther Þorvaldsdóttir, menningarmiðlari Sigtryggur Baldursson, framkvæmdarstjóri ÚTÓN Pálmi Ragnar Ásgeirsson, framleiðandi og lagahöfundur Sóley Stefánsdóttir, lagahöfundur og flytjandi Mikilvægt að hlúa að tónlistarbransanum Bergþór stýrir hlaðvarpsþáttunum Skoðanabræður og Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Skoðanabræður er eitt vinsælasta hlaðvarp landsins sem Bergþór heldur úti með Snorra bróður sínum. Þar fá þeir til sín góða og fjölbreytta gesti eins og til dæmis Katrínu Jakobsdóttir, Högna Egilsson, Flóna, Hallgrím Helgason og Agnesi biskup þar sem þeir ræða og greina íslenskan samtíma. Kraftbirtingarhljómur guðdómsins er viðtalsþáttur við íslenska rappara og hefur hann rætt þar við nánast alla rappara landsins. Jafnframt er hann umboðsmaður og útgefandi ClubDub og Birnis, og þekkir þannig tónlistariðnaðinn vel af eigin raun. Hann lærði Music Business and Live Entertainment í London og hefur starfað fyrir Sony Music Iceland og Les Fréres Stefson. „Það sem raunverulega skiptir máli fyrir íslenskt samfélag er listin og menningin - bæði til þess að útlendingar vilji koma hingað og að Íslendingar vilji búa hérna. Samkvæmt rannsóknum eru sterkur lókal infrastúktúr það mikilvægasta fyrir útflutning tónlistar. Þar af leiðandi er mjög mikilvægt að ríkisvaldið hlúi að íslenska tónlistarbransanum. Það borgar sig margfalt. Á alla vegu. Ég vona að þessi hlaðvarpssería stuðli að einhverju leyti að því að efla íslenskt tónlistarlíf.“ Hafir þú frekari áhuga að heyra hvernig tónlistarbransinn gengur fyrir verður hægt að finna Bransakjaftæði með Bergþóri Mássyni á miðvikudag á Spotify, Apple Music, Útvarp 101 og á Vísi.
Tónlist Bransakjaftæði Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira