Milljarðamæringur fjárfestir í veiðihúsum á Íslandi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. júní 2021 23:57 MONACO, MONACO - JULY 26: Jim Ratcliffe attends the 71th Monaco Red Cross Ball Gala on July 26, 2019 in Monaco, Monaco. (Photo by Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images) Getty/Stephane Cardinale Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe ætlar að fjárfesta fyrir fjóra milljarða í verkefni sem ætlað er að vernda laxastofninn á Íslandi. Markmiðið með verkefninu er að snúa við hnignun Norður-Atlantshafslaxstofnsins. Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Fyrirætlanirnar voru kynntar á blaðamannafundi í dag en þær gera ráð fyrir byggingu fjögurra nýrra veiðihúsa á Norðausturlandi með fjárfestingu fyrir allt að fjóra milljarða króna. Fjármagnið kemur frá auðkýfingnum Jim Ratcliffe. Veiðihúsunum er ætlað að laða að laxveiðimenn sem láta sig viðgang og verndun Norður-Atlantshafslaxins varða. Þau verða staðsett við Miðfjarðará í Bakkafirði, Hofsá og í Vesturárdal, auk þess sem rísa mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði. Svona mun veiðihúsið við Miðfjarðará í Bakkafirði koma til með að líta út. Gætum séð fram á útrýmingu laxins Uppbyggingin er hluti af langtímamarkmiði verkefnisins um að gera óhagnaðardrifið verndarstarfið sjálfbært í viðleitni sinni til að snúa við hnignun Norður-Atlantshafsstofnsins. Allur hagnaður af verkefninu mun renna beint til verndarstarfsins. „Hagnaðurinn er að snúa þeirri þróun við, að við horfum fram á það að laxinum verði útrýmt. Í tölum eru sennilega tveir þriðju af laxastofni Norður-Atlantshafs horfnir á síðastliðnum hundrað árum og ef fram horfir þá gætum við séð fram á það á okkar líftíma að laxinn verði útdauður, “ segir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Six Rivers Project á Íslandi. Svona mun veiðihúsið við Hofsá koma til með að líta út. Í tilkynningu frá Six Rivers Project segir að starfsemin muni færa Norðausturlandi sjálfbæra fjárfestingu og styðja við verndun Norður-Atlantshafslaxins á svæðinu til lengri tíma. „Ávinningurinn fest í því að okkar ár þarna á Norðausturlandi hafa haldið ágætlega veiði og haldið ágætlega göngum, en líftími laxa er fjögur til fimm ár. Þannig að hver kynslóð er fjögur til fimm ár að vaxa, þannig þetta gerist hægt en vonandi sem fyrst,“ segir Gísli. Svona mun veiðihúsið í Vesturárdal koma til með að líta út. Svona mun viðbygging við veiðihús Six Rivers Project við Selá í Vopnafirði koma til með að líta út
Stangveiði Jarðakaup útlendinga Vopnafjörður Langanesbyggð Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira