„Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 09:26 Pétur Jóhann segir að það hafi verið viðbrigði að fara úr því að vera launþegi yfir í að fá eingöngu verktakagreiðslur. „Ég er sorglega skoðanalaus,“ segir segir Pétur Jóhann Sigfússon. Hann segist sannfærður um að hann hafi verið hirðfífl í fyrra lífi. „Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira. 24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
„Stundum finnst mér eins og ég hafi verið settur á þessa jörð bara í þeim tilgangi að gera gaman, gleðja og skemmta og hoppa hí og trallala og þess fyrir utan á ég ekkert að hafa skoðanir. Það er svo mikið til að fólki með allskonar skoðanir og endalaust af lausnum. Ég veit ekki neitt. Ég göslast áfram. Ég veit ekkert hvort er betra heldur en er hitt,“ útskýrir Pétur Jóhann. Kæruleysið kom honum í bobba Skemmtikrafturinn var gestur í hlaðvarpinu 24/7 með Begga Ólafs. Þar sagði hann meðal annars að hann gefi svo mikið af sér að stundum nenni hann ekki einu sinni í heimsóknir. Í þættinum barst umræðan að fjármálum og segir Pétur Jóhann að það sé eitthvað sem hann hafi lengi átt erfitt með. „Ég er glaður léttleikandi glaðlindur afslappaður, ekki áhyggjumikill maður. Reyndar oft í gegnum tíðina hefur það komið mér í bobba. Þetta áhyggjuleysi og kæruleysi áður en ég kynntist Sigrúni þá var ég með öll fjármál allt niðrum mig. Eyddi öllu og göslaðist áfram.“ Pétur Jóhann hætti að vinna í fastri launavinnu og fór að verða verktaki og reikningar söfnuðust upp út um allt. Svo fékk hann þetta í hausinn og var sagt að hann þyrfti nú að borga skatt. „Ef þú vinnur þér inn 100.000 kall þá verður þú að borga 40.000 af því í skatt.“ Göslaðist áfram Pétur Jóhann segir að það hafi tekið konuna hans þrjú eða fjögur ár að ná honum á gott ról varðandi eyðslu út frá tekjum. „Í sannleika sagt, þegar ég kom út eftir að hafa unnið í byggingavöruverslun í átta ár og í þúsund vinnum. Þá vinn ég og svo fæ ég bara launaseðil og það er bara vinnuveitandinn sem sér um það. Ég fæ bara borgað, ég má eyða þeim peningum, sem vinnuveitandinn minn borgaði mér. Geggjað. Síðan hætti það og ég fer að skemmta einhvers staðar og ég fæ 100.000 þá eyddi ég því bara því ég hélt það væri bara sama lógíg. Það tók mig einhvern tíma að átta mig á því. En svo áttaði ég mig á því en hélt áfram að göslast áfram. Fjármál vöfðust fyrir mér í langan tíma.“ 24/7 er á Youtube, Spotify og helstu hlaðvarpsveitum. Pétur Jóhann er grínisti og móralskur leiðbeinandi. Í þættinum ræðir hann um hlutverk móralska leiðbeinandans, krefjandi eiginleikann við að gefa af sér allan daginn, að flæða í lífinu, mikilvægi þess að vera drullu sama og margt margt fleira.
24/7 með Begga Ólafs Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira