Hékk úr loftinu fyrir framan þúsund áhorfendur eftir að búnaðurinn bilaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. júní 2021 10:30 Mosfellingurinn Greta Salóme Stefánsdóttir er nýjasti gesturinn í þættinum Á rúntinum. Tónlistarkonan Greta Salóme virðist alltaf vera á fullu, hvort sem það sé að spila tónlist hér og þar, breyta sumarbústað eða taka ræktina með trompi þá er hún alveg létt ofvirk og á erfitt með að gera ekki neitt. Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme Á rúntinum Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Greta Salóme er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson halda utan um þættina. Þegar talið berst að tónlistinni segir Greta frá því hvernig hún komst á samning hjá Disney og fékk í kjölfarið umboðsmann hjá umboðsskrifstofu sem er með höfuðstöðvar í Bretlandi og í Bandaríkjunum. „Ég átti einmitt að vera að spila hjá Disney eftir tvær vikur og vera með stórt Disney show,“ útskýrir Greta. Það varð þó ekkert af því vegna heimsfaraldursins. „2014 var ég að koma heim eftir show með Sinfóníuhljómsveitinni í Hörpu og var búin að gigga yfir mig, spila og spila og spila,“ segir Greta um ástæðu þess að hún ákvað að breyta til og hafa samband við umboðsskrifstofur erlendis. Sendi hundrað tölvupósta Hún segir að hún hafi í gegnum tíðina verið mjög heppin að fá að geta spilað bæði í klassíska heiminum sem og popp heiminum. Disney lögin bættust svo við eftir að hún fékk tölvupóst frá Kanada. „Ég kom heim og ég man svo vel eftir þessu. Ég átti heima í Grafarholtinu á þessum tíma og ég sendi tíu email, örugglega fleiri, þau hafa verið svona hundrað.“ Svo lokaði hún tölvunni og gleymdi þessu. Nokkru seinna fékk hún tölvupóst frá Kanada þar sem hún var beðin um að koma út til Disney. Þar fékk hún samning og flotta sýningu þar sem hún spilaði eigin lög, Disney lög og aðra tónlist. Greta bæði söng og spilaði á fiðlu í sýningunni og var með dansara með sér. Þú ferð ekki neitt „Ég er Disney endalaust þakklát fyrir að hafa trú á mér,“ segir Greta. Hún segir að hún hafi vaxið sem flytjandi á meðan hún starfaði með Disney. Í Disney sýningunni þurfti Greta að hanga úr loftinu í beysli og spilaði á fiðlu á meðan hún flaug yfir áhorfandahópinn á skemmtiferðaskipinu. „Þá kemur maður og ég mátti ekki æfa flugið í beyslinu fyrr en þessi maður var búinn að koma og láta mig skrifa undir eitthvað. Þá var hann frá fyrirtækinu sem framleiðir þessi beisli.“ Greta fékk leyfið en í einni sýningunni varð hún þó fyrir því að flugbúnaðurinn klikkaði. „Maður þarf bara að hanga með þúsund manns í salnum.“ Í þessum aðstæðum þýði ekkert annað en að gera gott úr hlutunum og taka sig ekki of alvarlega. „Þú ferð ekki neitt, þú ert til sýnis, segir Greta og hlær.“ Leynigestur þáttarins meðal annars heilaði Gretu og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Undir lok þáttarins fór umræðan út í andleg málefni og trú. Þau dýfðu sér í kjölfarið í heimspekilegar samræður um lífið og jörðina. Klippa: Á rúntinum - Greta Salóme
Á rúntinum Tónlist Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira