Fimm teymi komust áfram í samkeppni um þróunina við Keflavíkurflugvöll til 2050 Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2021 09:48 Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Kadeco Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Í tilkynningu frá Kadeco segir að alls hafi borist tillögur frá 25 teymum þar sem hvert samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Teymin sem komust áfram eru AECOM, Arup, Jacobs, KCAP og OMA. „Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021,“ segir í tilkynningunni. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.Kadeco Um teymin fimm stendur: „AECOM AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson. Arup Arup er fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í London. Um 16.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og hefur það tekið þátt í verkefnum í meira en 160 löndum. Sex samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru Yrki arkitektar og Vatnaskil. Jacobs Jacobs er alþjóðleg verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Dallas í Bandaríkjunum. Um 55.000 manns starfa hjá fyrirtækinu á 400 skrifstofum víða um heim. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSB. KCAP KCAP er hollenskt fyrirtæki með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og skipulagi og leggur áherslu á tengslin milli arkitektúrs og borgarþróunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og fólksmiðaða hönnun. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSÓ. OMA OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vriesendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er Verkís.“ Keflavíkurflugvöllur Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira
Í tilkynningu frá Kadeco segir að alls hafi borist tillögur frá 25 teymum þar sem hvert samanstendur af sex til tíu fyrirtækjum. Teymin sem komust áfram eru AECOM, Arup, Jacobs, KCAP og OMA. „Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050. Áætlunin mun byggja á styrkleikum svæðisins, tengslum við flugvöll og hafnir og að byggðarþróun til framtíðar verði til þess að gera Suðurnesin að enn betri stað til að búa á og starfa. Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok ársins 2021,“ segir í tilkynningunni. Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Í heild hefur Kadeco umsjón með 55 ferkílómetra svæði við Keflavíkurflugvöll. Í samkeppninni er lögð áhersla á ákjósanleg þróunarsvæði sem meðal annars styrkja tengingarnar á milli flugvallarins og Helguvíkurhafnar, sveitarfélaganna á svæðinu við flugvöllinn og höfuðborgarsvæðið. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.Kadeco Um teymin fimm stendur: „AECOM AECOM er með höfuðstöðvar í Los Angeles í Bandaríkjunum en starfsemi um allan heim. Um 87.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og var það í 157. sæti á Fortune 500 listanum árið 2019. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru VSB, Háskólinn í Reykjavík, Storð teiknistofa, LISKA ehf og Andersen & Sigurdsson. Arup Arup er fjölþjóðlegt hönnunarfyrirtæki með höfuðstöðvar í London. Um 16.000 manns starfa hjá fyrirtækinu og hefur það tekið þátt í verkefnum í meira en 160 löndum. Sex samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Á meðal íslenskra samstarfsaðila eru Yrki arkitektar og Vatnaskil. Jacobs Jacobs er alþjóðleg verkfræðistofa með höfuðstöðvar í Dallas í Bandaríkjunum. Um 55.000 manns starfa hjá fyrirtækinu á 400 skrifstofum víða um heim. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSB. KCAP KCAP er hollenskt fyrirtæki með starfsemi víða um heim. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og skipulagi og leggur áherslu á tengslin milli arkitektúrs og borgarþróunar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og fólksmiðaða hönnun. Tíu samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er VSÓ. OMA OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vriesendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni. Íslenskur samstarfsaðili er Verkís.“
Keflavíkurflugvöllur Skipulag Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Sjá meira