Sorglegt „að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2021 17:48 Ólafur Baldursson, framvkæmdastjóri lækninga á Landspítalanum Vísir/Arnar Stjórnendur Landspítala viðurkenna að hólfaskiptingu og aðgerðastjórnun á Landakoti hafi verið ábótavant þegar hópsýking kórónuveirunnar kom upp í haust. Sorglegt sé að elsta og viðkvæmasta fólkinu sé boðið upp á svo lakan húsakost. Ný Landakotsskýrsla landlæknis var birt í gær en embættið komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti hafi verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Þá hafi aðgerðastjórn verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í dag segist hann í megindráttum sammála niðurstöðu Landlæknis. „Þetta er auðvitað hörmulegt mál og okkar starfsfólk er miður sín yfir þessu. Þarna urðu mörg andlát eins og komð hefur fram og það er auðvitað sérstaklega erfitt þegar fólk deyr við þessar aðstæður, það er einangrun í gangi og samskipti öll eru erfið,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hólfunin afleiðing af húsnæðinu Hann segir að umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við ábendingar landlæknis. Fjölbýlum á Landakoti hafi verið fækkað og loftræstikerfi hafi verið komið fyrir. Verið sé að styrkja sýkingavarnir og efla mönnun. „Þarna er um að ræða algörlega úrelt og gamalt húsnæði og auðvitað er það sorglegt fyrir okkur sem samfélag að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta, þannig að það tel ég vera mjög stórt mál. Hólfunin er því miður svolítil afleiðing af húsnæðinu.“ Þá sé verið að skoða samstarf farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar spítalans. „Og hvað varðar stjórnunarþáttinn þá eru þar nokkur atriði sem við tökum mjög alvarlega og höfum verið að skoða, samstarfið og stjórnunin gekk að mörgu leyti vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga.“ Teljið þið ykkur geta tryggt að svona komi ekki fyrir aftur? „Það er aldrei hægt að tryggja hluti hundrað prósent í heilbrigðisþjónustu, það er bara eðli heilbrigðisþjónustu. Markmið okkar er að stefna alltaf á hundrað prósent og stefna á núll alvarleg atvik.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Eldri borgarar Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Ný Landakotsskýrsla landlæknis var birt í gær en embættið komst meðal annars að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting á Landakoti hafi verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafi orðið eins alvarleg og raun ber vitni. Þá hafi aðgerðastjórn verið ábótavant í upphafi atburðarásarinnar. Í yfirlýsingu frá Landspítalanum í dag segist hann í megindráttum sammála niðurstöðu Landlæknis. „Þetta er auðvitað hörmulegt mál og okkar starfsfólk er miður sín yfir þessu. Þarna urðu mörg andlát eins og komð hefur fram og það er auðvitað sérstaklega erfitt þegar fólk deyr við þessar aðstæður, það er einangrun í gangi og samskipti öll eru erfið,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum. Hólfunin afleiðing af húsnæðinu Hann segir að umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við ábendingar landlæknis. Fjölbýlum á Landakoti hafi verið fækkað og loftræstikerfi hafi verið komið fyrir. Verið sé að styrkja sýkingavarnir og efla mönnun. „Þarna er um að ræða algörlega úrelt og gamalt húsnæði og auðvitað er það sorglegt fyrir okkur sem samfélag að hlúa ekki betur að okkar elsta fólki heldur en þetta, þannig að það tel ég vera mjög stórt mál. Hólfunin er því miður svolítil afleiðing af húsnæðinu.“ Þá sé verið að skoða samstarf farsóttarnefndar og viðbragðsstjórnar spítalans. „Og hvað varðar stjórnunarþáttinn þá eru þar nokkur atriði sem við tökum mjög alvarlega og höfum verið að skoða, samstarfið og stjórnunin gekk að mörgu leyti vel en auðvitað er alltaf eitthvað sem þarf að laga.“ Teljið þið ykkur geta tryggt að svona komi ekki fyrir aftur? „Það er aldrei hægt að tryggja hluti hundrað prósent í heilbrigðisþjónustu, það er bara eðli heilbrigðisþjónustu. Markmið okkar er að stefna alltaf á hundrað prósent og stefna á núll alvarleg atvik.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Eldri borgarar Tengdar fréttir Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Ófullkomin hólfaskipting á Landakoti var helsti áhrifaþáttur þess að hópsýking á sjúkrahúsinu í vetur hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni, samkvæmt niðurstöðum nýrrar skýrslu. 15. júní 2021 15:21