BMW prófar vetnis-hlaðinn X5 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. júní 2021 07:00 BMW X5 - vetnishlaðinn BMW hefur hafið prófanir á „næstum staðal útgáfu“ af X5 sem er knúinn áfram með rafmangi, unnu úr vetni. Hann verður prófaður í Evrópu í „raunverulegum aðstæðum“ en BMW ætlar að koma FCEV bíl á markað jafnvel á árinu 2025. FCEV stendur fyrir Fuel Cell Electric Vehicle eða eldsneytis-hlaðinn rafbíl, í þeim skilningi að vetnið er notað sem eldsneyti og súrefni notað til að þvinga efnin til að mynda saman rafmagn í gegnum tvö efnahvörf. Það er því óþarfi að hlaða bílinn með rafmagni, heldur eingöngu setja vetni á hann á vetnisstöð sem er svo notað til að framleiða það rafmagn sem hann notar til að knýja sig áfram. Innan úr hinum vetnishlaðna X5. Tæknin er þróuð í samvinnu við Toyota og getur bíllinn varðveitt allt að sex kíló af vetni í einu á tveimur tönkum. í bílnum sem nú er verið að prófa skilar tæknin um 369 hestöflum. Það þýðir að „aksturseiginleikarnir sem einkenna framleiðandann skila sér,“ samkvæmt BMW. „Tæknin er mjög athyglisverður kostur fyrir sjálfbæra aflgjafa, sérstaklega í stærri flokkum ökutækja. Þess vegna er það að gera prófanir á bíl sem er eins nærri raunveruleikanum og gerist með vetnisknúnum aflgjafa mikilvægur áfangi út frá rannsóknar og þróunar sjónarmiðum,“ sagði Frank Weber, stjórnarmaður BMW AG og ábyrgðarmaður verkefnisins. Vistvænir bílar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
FCEV stendur fyrir Fuel Cell Electric Vehicle eða eldsneytis-hlaðinn rafbíl, í þeim skilningi að vetnið er notað sem eldsneyti og súrefni notað til að þvinga efnin til að mynda saman rafmagn í gegnum tvö efnahvörf. Það er því óþarfi að hlaða bílinn með rafmagni, heldur eingöngu setja vetni á hann á vetnisstöð sem er svo notað til að framleiða það rafmagn sem hann notar til að knýja sig áfram. Innan úr hinum vetnishlaðna X5. Tæknin er þróuð í samvinnu við Toyota og getur bíllinn varðveitt allt að sex kíló af vetni í einu á tveimur tönkum. í bílnum sem nú er verið að prófa skilar tæknin um 369 hestöflum. Það þýðir að „aksturseiginleikarnir sem einkenna framleiðandann skila sér,“ samkvæmt BMW. „Tæknin er mjög athyglisverður kostur fyrir sjálfbæra aflgjafa, sérstaklega í stærri flokkum ökutækja. Þess vegna er það að gera prófanir á bíl sem er eins nærri raunveruleikanum og gerist með vetnisknúnum aflgjafa mikilvægur áfangi út frá rannsóknar og þróunar sjónarmiðum,“ sagði Frank Weber, stjórnarmaður BMW AG og ábyrgðarmaður verkefnisins.
Vistvænir bílar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent