Í stefnumótaheiminum í dag byrjar fólk oft á tíðum að tala saman á rafrænu formi áður en það ákveður að hittast í persónu.
Stundum kannast fólk við hvort annað áður en það fer á stefnumót en í öðrum tilvikum hafa manneskjurnar aldrei hist. Í báðum tilvikum geta fyrstu kynnin verið stressandi fyrir fólk og því misjafnt hvaða aðstæður fólk kýs fyrir fyrsta stefnumótið.
Sumum finnst best að plana stutta stund í fyrsta skiptið til þess að forðast óþægilegar stundir ef stefnumótið er alls ekki að virka á meðan aðrir plana heila kvöldstund út að borða.
Stefnumótamenning á Íslandi er tiltölulega ný ef svo má að orði komast og ekki svo langt síðan fólk fór að bjóða á stefnumót án þess að hafa átt í einhverjum kynnum áður.
Hvernig vilt þú helst hafa fyrsta stefnumótið?
Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar hér.