Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mæting í bólusetningar hér á landi er lélegust hjá ungu fólki á aldrinum 24 til 33 ára. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum og rætt við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um bólusetningar í dag. Laugardagshöllinni var lokað fyrr en til stóð í dag þar sem mætingin var heldur dræm.
Íslandsbanki var skráður á aðalmarkað Kauphallarinnar við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum bankans í morgun. Bréf í bankanum hafa rokið upp um tuttugu prósent og viðskipti eru nú komin í tæplega fjóra og hálfan milljarð.
Einnig verður fjallað um skort á námsframboði á háskólastigi fyrir fólk með fötlun og væntanlega brú yfir Hornafjarðarfljót sem styttir hringveginn um tólf kílómetra.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.