Fjórir á land við opnun Selár Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2021 09:11 Selá er ein af ánum sem er einna síðust að opna en veiði hófst í ánni í gær sem var ansi vatnsmikil eftir snjóbráð síðustu daga. Það var nokkuð hvasst eins og víða á landinu en veiðimenn við Selá sluppu þó við það veður sem gekk yfir á vestur og víða á norðurlandi sem gerði veiðimönnum ansi erfitt fyrir. Það var nokkuð hlýtt og glampandi sól við opnunardaginn sem var alveg ljómandi góður. Fyrsti laxinn kom fljótlega á land á Sundlaugarbreiðu. Þaðan lá leiðin upp í fosshyl og þar veiddust tveir til viðbótar. Sá fjórði kom svo nokkru síðar í Efri sundlaugarhyl. Allt voru þetta vel haldnir tveggja ára fiskar, nýgengnir og lúsugir, á bilinu 79-85cm. Vel gert miðað við aðstæður, en mjög mikið vatn er í ánni og snjóbráð. Meðfylgjandi er mynd af Jim Ratcliffe og fjölskyldu sem opnuðu Selá í gærmorgun. Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Það var nokkuð hvasst eins og víða á landinu en veiðimenn við Selá sluppu þó við það veður sem gekk yfir á vestur og víða á norðurlandi sem gerði veiðimönnum ansi erfitt fyrir. Það var nokkuð hlýtt og glampandi sól við opnunardaginn sem var alveg ljómandi góður. Fyrsti laxinn kom fljótlega á land á Sundlaugarbreiðu. Þaðan lá leiðin upp í fosshyl og þar veiddust tveir til viðbótar. Sá fjórði kom svo nokkru síðar í Efri sundlaugarhyl. Allt voru þetta vel haldnir tveggja ára fiskar, nýgengnir og lúsugir, á bilinu 79-85cm. Vel gert miðað við aðstæður, en mjög mikið vatn er í ánni og snjóbráð. Meðfylgjandi er mynd af Jim Ratcliffe og fjölskyldu sem opnuðu Selá í gærmorgun.
Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði