Fín veiði á Skagaheiðinni Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2021 14:06 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Veiðin í hálendisvötnunum fer nú stigmagnandi en framundan er júlímánuður sem er besti mánuður sumarsins til að sækja silung í fjalla og heiðarvötnin. Skagaheiðin er mjög vinsæl hjá hópi veiðimanna og þar innan um eru reynsluboltar sem hafa sótt í vötnin í áratugi. Veiðin hefur hjá flestum farið vel af stað hjá fyrsta degi og mýmörg dæmi eru um að veiðimenn séu að fá 50 silunga á dag á stöng þegar best lætur. Það skal þó hafa í huga að þarna er um að ræða veiðimenn sem þekkja vötnin vel og þurfa ekki mikið að leita af fiski heldur vita hvert á að fara eftir veðri til að veiða vel. Þeir sem eru að sækja heiðina í fyrsta skipti geta líka gert mjög fína veiði enda er nóg af silung í flestum vötnunum. Miðað við veðurspánna næstu daga er frábært að skella sér norður því einna best er að veiða á hlýjum sumardögum og þá eins og venjulega er takan best snemma á morgnana til 11:00 og svo virðist allt fara í gang seinni partinn og oftar en ekki langt fram á kvöld. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Skagaheiðin er mjög vinsæl hjá hópi veiðimanna og þar innan um eru reynsluboltar sem hafa sótt í vötnin í áratugi. Veiðin hefur hjá flestum farið vel af stað hjá fyrsta degi og mýmörg dæmi eru um að veiðimenn séu að fá 50 silunga á dag á stöng þegar best lætur. Það skal þó hafa í huga að þarna er um að ræða veiðimenn sem þekkja vötnin vel og þurfa ekki mikið að leita af fiski heldur vita hvert á að fara eftir veðri til að veiða vel. Þeir sem eru að sækja heiðina í fyrsta skipti geta líka gert mjög fína veiði enda er nóg af silung í flestum vötnunum. Miðað við veðurspánna næstu daga er frábært að skella sér norður því einna best er að veiða á hlýjum sumardögum og þá eins og venjulega er takan best snemma á morgnana til 11:00 og svo virðist allt fara í gang seinni partinn og oftar en ekki langt fram á kvöld.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði