Segir Íslendinga tuða mest yfir röðum á flugvellinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júní 2021 21:01 Ferðamennirnir sem fréttastofa ræddi við voru alls ekkert hræddir við að ferðast á tímum heimsfaraldurs. vísir Lögregla á Keflavíkurflugvelli finnur vel fyrir auknum straumi ferðamanna til landsins. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tuða mest allra þjóða yfir biðröðum á flugvellinum en fæstir þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við komu hingað til lands til að sjá eldgosið í Geldingadölum. Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Á tveimur vikum hefur ferðamönnum sem koma til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll fjölgað frá um tvö þúsund á dag og upp í fimm þúsund. Miklar raðir myndast á álagstímum vegna sýnatöku á vellinum og þurfa sumir að bíða í allt að þrjá tíma til þess að komast út af flugstöðinni. Íslendingar tuða mest „Ferðamenn hlakka til að koma þó þeir þurfi að bíða smá stund í biðröð. Það er misjafnt frá hvaða þjóðum þeir koma, hvað þeim finnst gaman í biðröðunum. Þeir sem helst kvarta eru Íslendingarnir en að öðru leyti eru allir glaðir sem koma hingað,“ sagði Arngrímur Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á Suðurnesjum. Er fólk ekkert þreytt á röðum? „Jú fólk getur nú orðið þreytt í röðunum en það er reynt að aðstoða fólk með því að gefa því súkkulaði, vatn og fleira og reynt að halda smá stemningu þarna inni þangað til að þau koma fram,“ sagði Arngrímur. Þeir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki hugmynd um góða stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi né að hér væru engar samkomutakmarkanir innanlands. „Ísland hefur verið eitt af fáum grænum löndum á Evrópukortinu svo það er gott en við komum ekki sérstaklega af því að það er laust við Covid19,“ sagði Jill, ferðamaður frá Beglíu. Flestir voru að fara í sína fyrstu utanlandsferð síðan faraldurinn hófst og var enginn af þeim sem fréttastofa ræddi við hræddur við að ferðast þrátt fyrir heimsfaraldur. Bólusett og glöð „Nei, reyndar ekki því við erum bólusett svo við erum mjög ánægð,“ sagði Lauren, ferðamaður frá Hollandi. „Það er líka nóg pláss á Íslandi,“ bætir Chris vinur hennar við. Þeir sem koma til landsins eru nú skimaðir í komusalnum. Á morgun breytast sóttvarnarreglur á landamærunum.Sigurjón ólason Hvað ætlið þið að gera á Íslandi? „Við ætlum að keyra um landið,“ sagði Lauren. Eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl „Við ætlum að hjóla frá nyrstu höfuðborg heimsins til þeirrar syðstu, Wellington á Nýja-Sjálandi. Þess vegna verðum við að byrja á Íslandi,“ sagði Christopher, ferðamaður frá Belgíu. Þá var eldgosið ekkert sérstakt aðdráttarafl. „Það var ekki á listanum en kannski bætum við því við,“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir „Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Farþegar þurfa að bíða í allt að þrjá tíma til að komast út af flugstöðinni“ Ferðamönnum sem koma til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um frá um þúsund til tvö þúsund ferðamönnum á dag upp í fimm þúsund síðastliðnar tvær vikur. Í dag hafa lent 21 flugvél á Keflavíkurflugvelli og von er á fimm til viðbótar í kvöld. 28. júní 2021 19:22