15 laxar við opnun Stóru Laxár I-II Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2021 14:53 Mynd: Árni Baldursson FB Stóra Laxá I-II opnaði fyrir veiði strax á eftir svæði IV og opnunin þar var líflegri en veiðimenn eiga að venjast. Það er yfirleitt þannig að svæði IV getur opnað vel og svæði I-II fer yfirleitt í gang nokkuð seinna en eftir fyrsta dag voru komnir 15 laxar á land eftir því sem við best vitum og verður það að teljast prýðileg opnun á ánni. Lax sást víða og veiddist á hefðbundnum stöðum eins og Bergsnös en þar veiddust þrír laxar sem og í Kálfhagahyl sem er loksins kominn inn aftur. Stuðlastrengir voru þó gjöfulastir en þar veiddust sjö laxar. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum í Stóru Laxá en eins og veiðimenn vita er búið að kaupa stórann hluta af netum úr Hvítá upp svo fleiri laxar eiga nú möguleika á að rata í ánna sína en ekki flækjast í netum. Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði
Það er yfirleitt þannig að svæði IV getur opnað vel og svæði I-II fer yfirleitt í gang nokkuð seinna en eftir fyrsta dag voru komnir 15 laxar á land eftir því sem við best vitum og verður það að teljast prýðileg opnun á ánni. Lax sást víða og veiddist á hefðbundnum stöðum eins og Bergsnös en þar veiddust þrír laxar sem og í Kálfhagahyl sem er loksins kominn inn aftur. Stuðlastrengir voru þó gjöfulastir en þar veiddust sjö laxar. Það verður spennandi að fylgjast með næstu dögum í Stóru Laxá en eins og veiðimenn vita er búið að kaupa stórann hluta af netum úr Hvítá upp svo fleiri laxar eiga nú möguleika á að rata í ánna sína en ekki flækjast í netum.
Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Hafralónsá komin til Hreggnasa Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði