Moka út meðölum gegn útbreiddu lúsmýinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2021 20:01 Í andlúsmýsfræðum kennir ýmissa grasa. Þetta er sýnishorn af því sem stendur til boða þeim sem vilja varna því að enda fríið útbitin. Vísir/Sigurjón Lúsmýið sem gerir árlega vart við sig hér á landi er ekki á förum, og hefur dreift sér víða um land. Lyfsalar keppast nú við að selja flugnafælur og önnur meðöl til þess að verja landsmenn fyrir óværunni. Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Prófessor í líffræði hjá Háskóla Íslands segir að útbreiðsla skordýranna sé orðin mikil og ekki sé von á því að óværan fari í bráð. Mýið þrífist þar sem stutt er í vatn eða votlendi. Tilkynningar um bit hafi borist víða að af landinu. Þannig hefur lúsmý gert vart við sig á höfuðborgarsvæðinu, á Suður- og Vesturlandi, og fyrir norðan. Mýið herjar almennt á fólk frá því snemma í júní og til ágústloka og hefur fólk oft verið illa leikið eftir að hafa lent í lúsmýi. Lúsmýið er orðið ansi útbreitt, og komið til að vera hér á landi.Grafík/Ragnar En hvað er til ráða? Er einhver leið til að koma í veg fyrir að enda útbitinn, verði maður á vegi hungraðs lúsmýs? „Það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt. Þú getur forðast það, með því að vera bara heima með lokaða glugga, en það er nú kannski ekki sá kostur sem við viljum á sumrin. Það er ýmislegt í boði, bæði sem kemur í veg fyrir eða minnkar að þú fáir roðann og þrotann eftir bitið, og svo er ýmislegt til sem þú getur borið á þig eftir á,“ segir Sigfríð Eik Arnardóttir, sviðsstjóri vörusviðs hjá Lyfju. Fólk hefur stuðst við ýmis ráð til að fæla óværuna frá, til að mynda krem, armbönd og fráhrindandi ilmolíur. Þá hafi sterakrem og ofnæmislyf gefið góða raun í einhverjum tilfellum, eftir að fólk hefur verið bitið. Fyrir suma virki einfaldar lausnir, en aðrir þurfi að grípa til harðari aðgerða. Sigfríð segir að eftirspurn eftir vörum tengdum lúsmýinu hafi aukist í síðustu viku, samhliða sumarfríum og ferðalögum landans. Sigfríð telur að fólk sé sífellt að verða meðvitaðra um að lúsmýið leynist víða, og búi sig betur undir ferðalög en áður. „Við sjáum það bara á sölunni, því fólk er að kaupa krem sem eiga að fyrirbyggja að lúsmýið sækist í þig. Tvímælalaust, já,“ segir Sigfríð. Sigfríð Eik Arnardóttir er sviðsstjóri á vörusviði Lyfju.Vísir/Sigurjón
Lúsmý Lyf Tengdar fréttir „Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02 Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. 2. júlí 2021 14:02
Von á lúsmýi á næstu dögum Íslendingar geta átt von á því að lúsmý geri vart við sig á næstu dögum. Þetta segir Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir lúsmý gjarnan fara af stað um miðjan júní. 1. júní 2021 13:07