Bugatti og Rimac þróa næstu kynslóð ofurbíla saman Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. júlí 2021 07:00 Rimac, Bugatti og Porsche eru á leið í samstarf til að þróa næstu kynslóð ofurbíla. Nýstofnað félag Bugatti Rimac mun vera með höfuðstöðvar í Króatíu en Bugatti mun áfram vera í Molsheim verksmiðjunni sinni. Verkefnið er búið að vera í gangi í þónokkurn tíma en fyrst núna gert opinbert. Félagið, Bugatti Rimac LLC, er í 45% eigu Porsche og 55% í eigu nýs félags sem heitir Rimac Group. Mate Rimac, stofnandi Rimac verður framkvæmdastjóri. Aflrása- og rafhlöðudeild Rimac og íhlutaþróunardeild Rimac verður skilin frá upprunalega félaginu og gerð að tækniþróunardeild Rimac sem verður hluti af Rimac Group og mun áfram vinna með öðrum framleiðendum. Bugatti og Rimac munu áfram vera sitthvort félagið og vörumerkið. Þau munu halda áfram hvort sinni verksmiðjunni í Frakklandi og Króatíu. Frá og með 2023 mun hið nýstofnaða félag mun hafa höfuðstöðvar í verksmiðju Rimac í úthverfum Zagreb. Þar munu starfa 2500 manns. Bugatti mun með þessu samstarfi geta notað aflrás Rimac og skipt út W16 bensínvélinni á komandi árum. Rimac og Bugatti munu halda áfram að smíða og þróa eigin tegundir. „Bugatti er að koma inn sem afar söguríkt merki, goðsagnakenndar vörur og traustan viðskiptavinahóp ásamt sölunetinu sínu um allan heim. Ásamt tækninni sem Rimac kemur með hefur Rimac upp á að bjóða nýja þróun og nýstárlega nálgun,“ sagði Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche um samstarf framleiðendanna. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent
Félagið, Bugatti Rimac LLC, er í 45% eigu Porsche og 55% í eigu nýs félags sem heitir Rimac Group. Mate Rimac, stofnandi Rimac verður framkvæmdastjóri. Aflrása- og rafhlöðudeild Rimac og íhlutaþróunardeild Rimac verður skilin frá upprunalega félaginu og gerð að tækniþróunardeild Rimac sem verður hluti af Rimac Group og mun áfram vinna með öðrum framleiðendum. Bugatti og Rimac munu áfram vera sitthvort félagið og vörumerkið. Þau munu halda áfram hvort sinni verksmiðjunni í Frakklandi og Króatíu. Frá og með 2023 mun hið nýstofnaða félag mun hafa höfuðstöðvar í verksmiðju Rimac í úthverfum Zagreb. Þar munu starfa 2500 manns. Bugatti mun með þessu samstarfi geta notað aflrás Rimac og skipt út W16 bensínvélinni á komandi árum. Rimac og Bugatti munu halda áfram að smíða og þróa eigin tegundir. „Bugatti er að koma inn sem afar söguríkt merki, goðsagnakenndar vörur og traustan viðskiptavinahóp ásamt sölunetinu sínu um allan heim. Ásamt tækninni sem Rimac kemur með hefur Rimac upp á að bjóða nýja þróun og nýstárlega nálgun,“ sagði Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche um samstarf framleiðendanna.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent