Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2021 08:15 Mynd: Veiðikortið Veiðitölur úr laxveiðiánum eru víða ekki beint neitt til að hrópa húrra yfir en sem betur fer er alltaf hægt að eiga góða daga við fjölmörg vötn landsins. Flestir sem við heyrum í eru búnir að eiga gott sumar við vötnin og þá sérstaklega síðustu tvær til þrjár vikur. Vötnin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að gefa ágæta veiði en best virðist hún hafa verið í Þingvallavatni síðustu daga og þar hefur svæðið við Arnarfell verið mjög drjúgt. Það eru einnig að berast fínar fréttir af veiði í Úlfljótsvatni, Meðalfellsvatni þó fiskurinn þar geti verið smá, Hraunsfjörður er búinn að vera mjög fínn og suma daga er mikið af bleikju að sjá í vatninu og einnig má nefna Hítarvatn en besti tíminn þar er yfirleitt hásumarið. Veiðin á Skagaheiði og Arnarvatnsheiði er að sama skapi búin að vera mjög fín upp á síðkastið. Ef þetta sumar verður slakt í laxinum geta veiðimenn landsins alltaf skotist í skemmtilega vatnaveiði en listinn af skemmtilegum vötnum um allt land er mjög langur og vötnin breytileg eftir því. Stangveiði Mest lesið 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Góður gangur í Elliðaánum Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Gönguseiðin yfirgefa árnar í þúsundatali Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði
Flestir sem við heyrum í eru búnir að eiga gott sumar við vötnin og þá sérstaklega síðustu tvær til þrjár vikur. Vötnin á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að gefa ágæta veiði en best virðist hún hafa verið í Þingvallavatni síðustu daga og þar hefur svæðið við Arnarfell verið mjög drjúgt. Það eru einnig að berast fínar fréttir af veiði í Úlfljótsvatni, Meðalfellsvatni þó fiskurinn þar geti verið smá, Hraunsfjörður er búinn að vera mjög fínn og suma daga er mikið af bleikju að sjá í vatninu og einnig má nefna Hítarvatn en besti tíminn þar er yfirleitt hásumarið. Veiðin á Skagaheiði og Arnarvatnsheiði er að sama skapi búin að vera mjög fín upp á síðkastið. Ef þetta sumar verður slakt í laxinum geta veiðimenn landsins alltaf skotist í skemmtilega vatnaveiði en listinn af skemmtilegum vötnum um allt land er mjög langur og vötnin breytileg eftir því.
Stangveiði Mest lesið 200 laxar komnir úr Staðarhólsá Veiði Ytri Rangá komin í 3000 laxa Veiði Góður gangur í Elliðaánum Veiði 122 stórlaxar á fyrsta degi í Eystri Rangá Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Ein skæðasta haustflugan í sumar Veiði Gönguseiðin yfirgefa árnar í þúsundatali Veiði Fer Laxá á Ásum yfir 1000 laxa? Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði