Fleiri skrifað undir lista til stuðnings þjóðhátíðarnefnd Eiður Þór Árnason skrifar 8. júlí 2021 00:10 Þjóðhátíðarnefnd sendi frá sér yfirlýsingu á mánudag þar sem tilkynnt var að Ingó myndi ekki annast brekkusönginn í ár eins og til stóð. VÍSIR/VILHELM Yfir 1.600 manns hafa skrifað undir áskorun þar sem þjóðhátíðarnefnd ÍBV er hvött til að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingólf Þórarinsson á komandi Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns. Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Nefndin tilkynnti á mánudag að tónlistarmaðurinn, sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð, myndi ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann myndi stýra þar brekkusöng. Nefndin vildi lítið gefa upp um hvað lægi að baki ákvörðun sinni en um síðustu helgi voru birtar frásagnir yfir tuttugu kvenna sem saka Ingólf um að hafa beitt sig kynferðislegri áreitni eða kynferðisofbeldi. Ingólfur hefur hafnað öllum ásökununum og hyggst leita réttar síns. Viðunandi niðurstaða Sama dag og Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyja.net og útflutningsstjóri, hóf söfnunina var önnur áskorun stofnuð til höfuðs þeim undirskriftalista. Hafa nú yfir 1.800 einstaklingar skrifað undir að skora á þjóðhátíðarnefnd að sleppa því að endurskoða ákvörðun sína. „Það er afar viðunandi niðurstaða og ósköp eðlileg viðbrögð,“ segir á síðu söfnunarinnar sem Guðmundur Jónsson er titlaður fyrir. „Það er eðlilegt að þjóðhátíðarnefnd ákveði hverjum skal bjóða að koma fram á Þjóðhátíð og nefndinni ber ekki að leyfa vafasömum mönnum að koma þar fram. Þó engin kæra liggi fyrir er EKKI brotið á mannréttindum Ingólfs að afbóka hann,“ segir þar enn fremur. Ingólfur afar ósáttur Tryggvi sagði hins vegar í samtali við Vísi á þriðjudag að mikilvægt væri að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd við að endurskoða ákvörðun sína. „Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar,“ sagði Tryggvi. Ingólfur hefur sjálfur sagt að þjóðhátíðarnefnd hafi haft samband við sig á sunnudag og tilkynnt ákvörðun sína. Hann sagðist vera afar ósáttur með niðurstöðuna og ætla að leita réttar síns.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Vestmannaeyjar MeToo Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00 Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Sjá meira
Býður fram krafta sína í brekkusönginn: „Það er kveikt á símanum“ Margrét Arnardóttir harmónikkuleikari kveðst meira en tilbúin að taka brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. 7. júlí 2021 15:00
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25