Segir Snöru stríð á hendur og semur eigin orðabók í sjálfboðavinnu Snorri Másson skrifar 11. júlí 2021 08:00 Sigurður Hermannsson er menntaður málvísindamaður og hefur frá 2017 helgað líf sitt íslenskukennslu fyrir útlendinga. Icelandic Made Easier Það er ekki tekið út með sældinni að læra íslensku sem útlendingur. Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður. Íslenska á tækniöld Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Ekki aðeins er það gömul saga og ný að Íslendingar eru alltof gjarnir á að skipta yfir í ensku þegar viðmælandi þeirra gerist uppvís að ódæmigerðri málbeitingu, heldur virðist það einnig vera raunin að íslenskunemar rekist á stafrænan vegg í leit að haldgóðri ensk-íslenskri orðabók. Um leið og fyrrnefndur vandi er menningarlegt úrlausnarefni til lengri tíma, stendur hið síðarnefnda til bóta. Hópur fólks hefur tekið málið í sínar hendur og er beinlínis að semja nýja ensk-íslenska orðabók sem verður opin öllum á netinu. Frumkvæðið á málvísindamaðurinn og sjálfstætt starfandi íslenskukennarinn Sigurður Hermannsson, sem telur að Snara bregðist alfarið hlutverki sínu á þessu sviði. „Þetta er mesta verkefni sem ég hef nokkurn tímann farið í, en þetta er bráðnauðsynlegt. Ég sótti um haug af styrkjum en þeir fengust hvergi, kannski af því að ég er ekki að vinna með háskóla í þessu. Þess vegna erum við bara öll í sjálfboðavinnu,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Ryksuga eða lofftæmi? Frá desember eru komnar fleiri en 27.000 færslur í orðabókina, þar sem ensk orð eru þýdd yfir á íslensku. Stefnt er á að opna hana á Word Reference á þessu ári. Sérstaða orðabókarinnar eru margþættar skýringar við hvert orð um ólíka notkun þess í ólíku samhengi. Þetta er þjóðþrifaverk að mati Sigurðar, sem nefnir, sem dæmi um bresti orðabókanna sem nú standa til boða hjá Snöru, orðið „vacuum.“ Skjáskot/Snara „Ef þú ert íslenskunemi og vilt finna orðið yfir þann verknað að þrífa heima hjá þér, hvernig veistu hvort það sé lofttæmi, tómarúm eða ryksuga? Annaðhvort ertu engu nær eða tekur kannski bara það fyrsta sem þú sérð og þá er það út í hött,“ segir Sigurður. Nýja orðabókin á að ráða bug á þessu og bjóða upp á útskýringar við hverja þýðingu. Snara: Úrelt, ónotendavæn og kostar Orðabókarmál fyrir útlendinga hafa löngum verið ófullnægjandi að sögn Sigurðar. „Það hefur ekki verið aðgangur að góðri tvímála orðabók og flestir nemendur sem ég hef talað við hafa verið að nota Google Translate. Það eina sem er í boði er Snara, sem er úrelt, ónotendavæn og kostar. Mér finnst þetta svo mikil hneisa, að á sama tíma og talað er um að hér þurfi að vernda íslenskuna, sé ekki sköffuð orðabók fyrir þá sem vilja læra hana. Það eru mjög margir útlendingar sem hafa bara ekki ráð á að skuldbinda sig til að greiða fyrir orðabók. Fyrir utan það er hún bara gömul, úrelt og ónotendavæn. Þetta eru bara prentorðabækur sem voru færðar í tölvu og svo ekki spáð meira í því,“ segir Sigurður. Mat Sigurðar er að hið opinbera ætti að bjóða upp á þá þjónustu sem hann er að reyna að koma á laggirnar á Word Reference en hann hefur gefist upp á biðinni. „Árnastofnun byrjaði á svona orðabók í ár en það var nokkrum mánuðum eftir að við byrjuðum á þessu. Ef hraðinn á því verður sambærilegur frönsk-íslensku orðabók þeirra ætti þeirra útgáfa að koma út árið 2027. Okkar á að birtast í ár,“ segir Sigurður.
Íslenska á tækniöld Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira