Neituðu tilboði Útlendingastofnunar og óttast framhaldið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. júlí 2021 14:01 Hópur hælisleitenda var boðaður á fund Útlendingastofnunar í morgun, Þeirra á meðal var Raman Abdulsamad frá Kúrdistan sem var ásamt löndum sínum boðið fé ef þeir sneru aftur til heimalands síns. Vísir/Sigurjón Útlendingastofnun boðaði hælisleitendur á fund sinn í morgun og bauð þeim fjármagn til að snúa aftur til heimalands síns. Kúrdar sem voru meðal þeirra hyggjast ekki taka tilboðinu. Þeir óttast framhaldið eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru fluttir úr landi með valdi. Á þriðja tug hælisleitenda var boðaður á fund Hafnarfjarðardeilda Útlendingastofnunar í morgun og mætti hluti þeirra á staðinn í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Greinilegt var að nokkur skjálfti var í fólki fyrir fundinn eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar á þriðjudaginn, fluttir af staðnum með valdi í þeim tilgangi að senda þá úr landi. Þá vissu þeir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn ekki hvert tilefni hans var. Eftir fundinn náði fréttastofa tali af hópi Kúrda sem hafa dvalið hér á landi í þrjú og hálft til fjögur ár. Meðal þeirra var Raman Abdulsamad sem hefur verið hælisleitandi hér á landi í þrjú og hálft ár. „Þeir buðu okkur 200 evrur ef við samþykktum að fara og 3.000 þegar við kæmum til Íraska hluta Kúrdistan,“ segir Raman. Raman segir að hópurinn ætli ekki að taka þessu tilboði. Þeir þurfi ekki peninga heldur vilji öðlast nýtt líf því þeir óttast um öryggi sitt í Kúrdistan. „Starfsfólk Útlendingastofnunar bað okkur um að hugsa málið en þegar við neituðum tilboðinu sögðu þeir „dveljið þá hér“. Ég vona að það finnist einhverar lausnir fyrir okkur því við viljum eiga líf hér á landi enda búnir að dvelja hér í 3-4 ár,“ segir Raman. Raman var þó ekki bjartsýnn á að framhaldið. „Ég er óttasleginn um framhaldið eftir að tveimur flóttamönnum var vísað með valdi úr landi, ég er eiginlega í áfalli,“ segir Raman. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var fólki sem hefur verið synjað um dvalarleyfi kallað á fund í dag til að kynna fyrir því hækkuna ferðastyrk fari það úr landi en reglugerð þess efnis var uppfærð fyrir nokkrum dögum. Ef fólk neiti að fara úr landi þurfi að flytja það af landi brott með valdi. Stjórnvöld í heimalandi viðkomandi þurfa hins vegar að samþykkja að taka á móti fólkinu sé það flutt með valdi heim á ný. Írösk stjórnvöld hafi neitað að taka við Kúrdum á flótta. Hér að neðan má sjá viðtalið við Raman í heild sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Á þriðja tug hælisleitenda var boðaður á fund Hafnarfjarðardeilda Útlendingastofnunar í morgun og mætti hluti þeirra á staðinn í morgun samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Greinilegt var að nokkur skjálfti var í fólki fyrir fundinn eftir að tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar á þriðjudaginn, fluttir af staðnum með valdi í þeim tilgangi að senda þá úr landi. Þá vissu þeir sem fréttastofa ræddi við fyrir fundinn ekki hvert tilefni hans var. Eftir fundinn náði fréttastofa tali af hópi Kúrda sem hafa dvalið hér á landi í þrjú og hálft til fjögur ár. Meðal þeirra var Raman Abdulsamad sem hefur verið hælisleitandi hér á landi í þrjú og hálft ár. „Þeir buðu okkur 200 evrur ef við samþykktum að fara og 3.000 þegar við kæmum til Íraska hluta Kúrdistan,“ segir Raman. Raman segir að hópurinn ætli ekki að taka þessu tilboði. Þeir þurfi ekki peninga heldur vilji öðlast nýtt líf því þeir óttast um öryggi sitt í Kúrdistan. „Starfsfólk Útlendingastofnunar bað okkur um að hugsa málið en þegar við neituðum tilboðinu sögðu þeir „dveljið þá hér“. Ég vona að það finnist einhverar lausnir fyrir okkur því við viljum eiga líf hér á landi enda búnir að dvelja hér í 3-4 ár,“ segir Raman. Raman var þó ekki bjartsýnn á að framhaldið. „Ég er óttasleginn um framhaldið eftir að tveimur flóttamönnum var vísað með valdi úr landi, ég er eiginlega í áfalli,“ segir Raman. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun var fólki sem hefur verið synjað um dvalarleyfi kallað á fund í dag til að kynna fyrir því hækkuna ferðastyrk fari það úr landi en reglugerð þess efnis var uppfærð fyrir nokkrum dögum. Ef fólk neiti að fara úr landi þurfi að flytja það af landi brott með valdi. Stjórnvöld í heimalandi viðkomandi þurfa hins vegar að samþykkja að taka á móti fólkinu sé það flutt með valdi heim á ný. Írösk stjórnvöld hafi neitað að taka við Kúrdum á flótta. Hér að neðan má sjá viðtalið við Raman í heild sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58 Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Segja lögreglu hafa beitt rafbyssu og eytt myndböndum sjónarvotta Tveir palestínskir flóttamenn voru handteknir í móttöku Útlendingastofnunar í gær eftir að þeir höfðu verið boðaðir þangað til að sækja bólusetningarvottorð sín. Þeir voru fluttir af staðnum með valdi og sendir úr landi í morgun. Sjónarvottur sakar lögreglu um að hafa tekið af sér símann og eytt myndbandi sem var tekið upp. 7. júlí 2021 11:58
Lögregla hafnar því að hafa notað rafbyssu við handtöku hælisleitendanna Lögreglan þvertekur fyrir að hafa notað rafbyssu við handtöku á tveimur hælisleitendum í húsakynnum Útlendingastofnunar í gær. Þeir voru sendir úr landi til Grikklands í morgun. 7. júlí 2021 18:07