Segir nefndina hafa vitað af ásökunum þegar hún réð Ingó Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júlí 2021 09:54 Tryggvi var formaður þjóðhátíðarnefndar fyrir rúmum áratug. vísir Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net sem hefur safnað undirskriftum til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð, segir að þjóðhátíðarnefnd hafi þegar vitað að Ingó væri umdeildur þegar hún réð hann til að sjá um brekkusönginn. Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Hann skrifaði grein um málið nýlega þar sem hann segir að hann telji þjóðhátíðarnefnd hafa bognað. Hann skýrði þetta orðalag sitt betur í Bítinu á Bylgjunni í morgun: „Það breyttist ekkert í málinu efnislega frá því að þeir kynna hann inn. Og þeir vissu alveg af þessum þrýstingi áður en þeir kynna hann, eftir því sem ég best veit,“ sagði Tryggvi. „Og ef það koma ekki fram nein haldbær rök og málið kemst ekki á byrjunarreit í okkar réttarríki þá tel ég að það hafi verið að bogna.“ Hann skilaði nefndinni 1.660 undirskriftum fólks í gær, sem hann kveðst hafa staðfest að hafi skrifað undir. Þar er skorað á nefndina að snúa við ákvörðun sinni í máli Ingós og ráða hann aftur til að sjá um brekkusönginn. Nefndin tók ákvörðun um að afbóka Ingó eftir að hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafnlausar sögur kvenna á samfélagsmiðlinum TikTok. Þar saka þær Ingó um kynferðisofbeldi. Dómsvaldið færist ekki á samfélagsmiðla Að sögn Tryggva snýst undirskriftasöfnunin ekki um að standa með Ingó og trúa honum frekar en þolendum heldur að hindra það að menn geti verið „dæmdir á samfélagsmiðlum“ án þess að mál þeirra fari í gegn um réttarkerfið. „Það sem ég vil kannski helst ná fram er að vekja athygli á því hvert við erum komin þegar við erum komin inn á samfélagsmiðlana með dómsvaldið,“ segir Tryggvi. Spurður hvort honum þyki sögur kvennanna ekki skipta máli segir hann: „Jú, sögurnar sem slíkar skipta máli en það er gríðarlega mikilvægt að fólk komi fram undir nafni þegar það er með jafn alvarlegar ásakanir.“ Málið hafi verið „rekið“ á samfélagsmiðlum þar sem meintur brotamaður getur ekki varið sig, ekki áfrýjað „dómnum“ og veit þá ekki hve lengi hann á að afplána hann. Þjóðhátíðarnefnd tók við undirskriftunum í gær en hún hefur enn ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Önnur undirskriftasöfnun fór einnig af stað þar sem nefndin er hvött til að standa við ákvörðun sína. Fleiri hafa skrifað undir hana, alls rúmlega þrjú þúsund manns. Leiðrétting: Upprunalega stóð að rúmlega 1.700 hefðu skrifað undir til stuðnings ákvörðun nefndarinnar en þeir eru fleiri en 3.000 þegar þetta er skrifað.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Tónlist MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02 Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. 7. júlí 2021 23:02
Bannaður á böllum í Borgó og MR myndi aldrei ráða hann Nemendafélag Borgarholtsskóla hefur í átta ár haft fyrir reglu að ráða tónlistarmanninn Ingólf Þórarinsson ekki á ball. Inspector scholae í Menntaskólanum í Reykjavík segir hegðun tónlistarmannsins hafa verið lengi í umræðunni og hann yrði aldrei ráðinn á skemmtun í skólanum. 8. júlí 2021 15:12
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent