„Maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. júlí 2021 12:08 Skjáskot tekið nú í hádeginu. Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Órói við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli tók að aukast verulega í nótt og varð meiri en hann hefur verið síðustu fjóra daga. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir ómögulegt að segja til um hvort virknin eigi eftir að halda sér eða detta niður eftir einhverja klukkutíma eins og gerðist um síðustu helgi. „Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Seint í gærkvöldi byrjar óróinn að aukast aftur og bara eykst meira hérna í nótt og svo byrjar að gusast upp úr gígnum sjálfum. Á vefmyndavél Almannavarna í morgun gátum við séð að hraunið rennur á yfirborðið og rennur ofan í Meradali,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu. Fyrr í vikunni sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur að þær breytingar sem sést höfðu á gosinu í vikunni gætu verið byrjunin á endalokunum. Lítil sem engin virkni sást í gígnum og lítið sást í glóð. Óróapúls rauk hins vegar upp eftir miðnætti í gær og hraunslettur urðu sjáanlegar um fjögurleytið. Það er fyrsta kvikan sem sést gusast frá gígnum frá því á mánudagskvöld. „Það eru alveg nokkrar vefmyndavélar sem sýna að það er bara frekar mikil virkni í gígnum sjálfum núna og maður sér alveg slettast upp yfir gígbarminn sjálfan hérna.“ Bjarki segir þó erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Það er ekki búið að líða nógu langur tími. Þetta lítur allavega út fyrir að vera sama virkni og var síðustu helgi. Svo er bara spurning hvort hún dettur niður aftur eftir fimmtán tuttugu tíma eins og gerðist þarna fyrir viku síðan eða hvort hún haldi sér stöðugri.“ Hann segir óróaplottið sýna að óróinn heldur sér aðeins í hámarki í fimm til tíu mínútur, dettur svo niður í álíka langan tíma og rís svo aftur upp. „Það þarf bara að fylgjast með og sjá hvernig þetta þróast í gegnum daginn og yfir helgina.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21