Varaþingmaður ætlar að kenna nýliðum á sveitaballamenninguna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 06:35 Tjaldstæðið í Ögri á fallegu íslensku sumarkvöldi í júlí. Allir að gera sig klára fyrir ball. Ögurballið Hið árlega Ögurball verður haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí. Aðgöngumiða fylgir tjaldstæði, aðgangur að sveitaballinu og rabarbaragrautur með rjóma. Hátíðin byrjar með barsvari föstudagskvöldið 16. júlí, fylgt eftir með brennu og brekkusöng um kvöldið. Á laugardegi verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju. Krakkaball verður haldið seinnipartinn í samkomuhúsinu og svo er sjálft Ögurballið um kvöldið. Stuðbandið Halli og Þórunn spila fyrir dansi eins og þau hafa gert síðustu 22 ár. Næg tjaldstæði eru á svæðinu og vakin athygli á 18 ára aldurstakmarki inn á svæðið, segir í tilkynningu vegna viðburðarins. Andlit Ögurballsins, sem er opinber sendiherra viðburðarins, er Mosfellingurinn Una Hildardóttir. „Ég sem unnandi alvöru sveitaballa get ekki annað en þegið þennan merka titil, ætla að standa undir honum sem felst aðallega í að skemmta mér og öðrum sem best og leiðbeina nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði“. Una átti að vera andlit Ögurballsins í fyrr en þá þurfti að slá ballið af vegna kórónuveirufaraldursins. Una Hildardóttir er varaþingmaður Vinstri grænna.Vísir/Hanna Thelma Rut Hafliðadóttir er einn skipuleggjenda. „Löng hefð fylgir þessu fornfræga balli en fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim. Við höldum í hefðina, og grautinn geri ég með uppskrift ömmu minnar Maju í Ögri og rjóminn kemur frá bændunum á Erpsstöðum í Dölum,“ segir Thelma Rut. „Ögurballið er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum, verður vonandi svo um ókomin ár og er alltaf jafn gaman að taka þátt í“. Myllumerki Ögurballsins, sem haldið hefur verið nánast árlega frá árinu 1926, er #ögurball, finna má viðburðinn á Facebook og fylgjast með á Instagram @ogurball. Súðavíkurhreppur Vinstri græn Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Á laugardegi verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju. Krakkaball verður haldið seinnipartinn í samkomuhúsinu og svo er sjálft Ögurballið um kvöldið. Stuðbandið Halli og Þórunn spila fyrir dansi eins og þau hafa gert síðustu 22 ár. Næg tjaldstæði eru á svæðinu og vakin athygli á 18 ára aldurstakmarki inn á svæðið, segir í tilkynningu vegna viðburðarins. Andlit Ögurballsins, sem er opinber sendiherra viðburðarins, er Mosfellingurinn Una Hildardóttir. „Ég sem unnandi alvöru sveitaballa get ekki annað en þegið þennan merka titil, ætla að standa undir honum sem felst aðallega í að skemmta mér og öðrum sem best og leiðbeina nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði“. Una átti að vera andlit Ögurballsins í fyrr en þá þurfti að slá ballið af vegna kórónuveirufaraldursins. Una Hildardóttir er varaþingmaður Vinstri grænna.Vísir/Hanna Thelma Rut Hafliðadóttir er einn skipuleggjenda. „Löng hefð fylgir þessu fornfræga balli en fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim. Við höldum í hefðina, og grautinn geri ég með uppskrift ömmu minnar Maju í Ögri og rjóminn kemur frá bændunum á Erpsstöðum í Dölum,“ segir Thelma Rut. „Ögurballið er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum, verður vonandi svo um ókomin ár og er alltaf jafn gaman að taka þátt í“. Myllumerki Ögurballsins, sem haldið hefur verið nánast árlega frá árinu 1926, er #ögurball, finna má viðburðinn á Facebook og fylgjast með á Instagram @ogurball.
Súðavíkurhreppur Vinstri græn Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira