Eldgosið legið niðri frá því snemma í morgun Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2021 11:12 Svona leit eldgígurinn út klukkan ellefu í morgun á vefmyndavél Vísis. Vísir/Vefmyndavél Eldgosið í Fagradalsfjalli féll skyndilega niður laust fyrir klukkan fimm í morgun. Þetta sýna bæði vefmyndavélar og jarðskjálftamælar. „Þetta var líflegt í nótt en rétt fyrir klukkan fimm fór að draga úr þessu. Laust fyrir klukkan fimm féll óróinn bara niður,“ sagði Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Svona voru gosstrókarnir síðastliðinn laugardag.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Sigþrúður segir að fram eftir nóttu hafi gosið verið mjög fallegt. Þótt engin virkni sjáist núna á yfirborði og ekkert sjáist slettast upp úr gígnum segir hún ekki ólíklegt að eitthvað hraunrennsli sé undir yfirborði. Miðað við sveiflurnar í eldgosinu undanfarnar þrjár vikur er óvarlegt að telja að því sé lokið. Síðasta goshlé, það lengsta til þessa, stóð yfir í fjóra sólarhringa, frá mánudagskvöldinu 5. júlí og fram á aðfararnótt laugardagsins 10. júlí. Óróarit frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sýnir hvernig gosóróinn féll niður um fimmleytið í morgun. Gosvirknin hafði þá staðið yfir í fimm sólarhringa eftir fjögurra sólarhringa goshlé þar á undan.Veðurstofa Íslands Goshrinan sem hófst um síðustu helgi stóð því yfir í fimm sólarhringa. Hún einkenndist af reglulegum gospúlsum með miklum hraungusum á fimm til tíu mínútna fresti og virðist hraunrennslið að mestu hafa farið til austurs í Meradali. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af gosinu fyrir þremur dögum: Hér má sjá gríðarlega hraungusu eftir að gosið tók sig upp eftir stutt goshlé í lok júnímánaðar. Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Þetta var líflegt í nótt en rétt fyrir klukkan fimm fór að draga úr þessu. Laust fyrir klukkan fimm féll óróinn bara niður,“ sagði Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Svona voru gosstrókarnir síðastliðinn laugardag.Vefmyndavél Vísis/Skjáskot Sigþrúður segir að fram eftir nóttu hafi gosið verið mjög fallegt. Þótt engin virkni sjáist núna á yfirborði og ekkert sjáist slettast upp úr gígnum segir hún ekki ólíklegt að eitthvað hraunrennsli sé undir yfirborði. Miðað við sveiflurnar í eldgosinu undanfarnar þrjár vikur er óvarlegt að telja að því sé lokið. Síðasta goshlé, það lengsta til þessa, stóð yfir í fjóra sólarhringa, frá mánudagskvöldinu 5. júlí og fram á aðfararnótt laugardagsins 10. júlí. Óróarit frá jarðskjálftamæli á Fagradalsfjalli sýnir hvernig gosóróinn féll niður um fimmleytið í morgun. Gosvirknin hafði þá staðið yfir í fimm sólarhringa eftir fjögurra sólarhringa goshlé þar á undan.Veðurstofa Íslands Goshrinan sem hófst um síðustu helgi stóð því yfir í fimm sólarhringa. Hún einkenndist af reglulegum gospúlsum með miklum hraungusum á fimm til tíu mínútna fresti og virðist hraunrennslið að mestu hafa farið til austurs í Meradali. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af gosinu fyrir þremur dögum: Hér má sjá gríðarlega hraungusu eftir að gosið tók sig upp eftir stutt goshlé í lok júnímánaðar. Hér má sjá gíginn í beinni útsendingu á vefmyndavél Vísis:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56 Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16 Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11 Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta er núna vinsælasti útsýnisstaðurinn á gosið Drónamyndir sem náðust af gosstöðvunum á Fagradalsfjalli um helgina sýna að hraunelfa flæddi úr eldgígnum um göng og þaðan í átt til Meradala. Slæmt skyggni hefur í dag byrgt sýn að eldgosinu en óróamælar sýna að það hefur haldið fullum dampi. 12. júlí 2021 22:56
Hraunið streymir niður í Meradali gegnum gat í gígnum Virkni eldgossins við Fagradalsfjall hefur haldist nokkurn veginn óbreytt síðan í gærnótt, þegar gosið hófst að nýju með fullum krafti eftir lengsta óróahlé til þessa. 11. júlí 2021 11:16
Hraunslettur í gígnum á ný og óróinn rýkur upp Eldgosið í Fagradalsfjalli tók sig upp að nýju í nótt eftir að gosvirkni hafði legið að mestu niðri í fjóra sólarhringa. Eldbjarmi sást í gígnum í kringum miðnætti og fór ekkert á milli mála að þar var opinn jarðeldur með kraumandi kviku. 10. júlí 2021 03:11
Eldgosið í Fagradalsfjalli orðið stærra en meðalgos á svæðinu Vísbendingar eru um að það hægi á landssigi við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að þær breytingar sem nú sjáist á eldgosinu gætu verið byrjunin á endalokunum. Engu sé þó hægt að slá föstu um goslok. 8. júlí 2021 21:21