Telur þörf á úrræði fyrir þolendur utan réttarvörslukerfisins Elma Rut Valtýsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. júlí 2021 20:46 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Stöð 2 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, telur að þörf gæti verið á einhvers konar borgaralegu úrræði fyrir þolendur vægari kynferðisbrota eða annarrar ámælisverðrar hegðunar. Margir þolendur veigri sér við að leita réttar síns og þeir sem það geri telji sig oft hlunnfarna þegar máli þeirra er lokið. Helgi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að sú umræða sem nú á sér stað, þar sem konur stíga fram ýmist undir nafni eða ekki og nafngreina meinta gerendur í kynferðisbrotamálum, endurspegli vanmáttugt kerfi. Hann segir kerfið ekki koma til móts við þolendur sem margir hverjir veigri sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum eða telji sig bera skerðan hlut frá borði þegar málum þeirra er lokið innan dómskerfisins. “Jafnvel þó að við höfum séð ýmsar svona jákvæðar breytingar varðandi svona löggjöf og málsmeðferð á síðustu árum, þá vaknar kannski þessi spurning einmitt hvort að það þyrfti ekki að koma til einhvers konar nýtt úrræði, svona kannski utan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helgi í viðtali við fréttastofu. Slíkt úrræði gæti nýst fórnarlömbum kynferðisafbrota eða ámælisverðrar hegðunar sem vilji leita réttar síns. Helgi telur þó að alvarlegri kynferðisbrot ættu áfram að eiga heima innan réttarvörslukerfisins. Í slíku úrræði telur Helgi að aðilar innan kerfisins gætu komið að málum sem þangað berast. „Það gætu verið sérfræðingar utan réttarvörslukerfisins, aðilar sem hafa faglega þekkingu á hegðun, samskiptum varðandi tengsl einstaklinga og annað af því tagi. Þannig að það eru svona borgaralegir aðilar en ekki innan réttarvörslukerfisins sjálfs.“ Kynferðisofbeldi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Helgi sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að sú umræða sem nú á sér stað, þar sem konur stíga fram ýmist undir nafni eða ekki og nafngreina meinta gerendur í kynferðisbrotamálum, endurspegli vanmáttugt kerfi. Hann segir kerfið ekki koma til móts við þolendur sem margir hverjir veigri sér við að leita réttar síns fyrir dómstólum eða telji sig bera skerðan hlut frá borði þegar málum þeirra er lokið innan dómskerfisins. “Jafnvel þó að við höfum séð ýmsar svona jákvæðar breytingar varðandi svona löggjöf og málsmeðferð á síðustu árum, þá vaknar kannski þessi spurning einmitt hvort að það þyrfti ekki að koma til einhvers konar nýtt úrræði, svona kannski utan réttarvörslukerfisins,“ sagði Helgi í viðtali við fréttastofu. Slíkt úrræði gæti nýst fórnarlömbum kynferðisafbrota eða ámælisverðrar hegðunar sem vilji leita réttar síns. Helgi telur þó að alvarlegri kynferðisbrot ættu áfram að eiga heima innan réttarvörslukerfisins. Í slíku úrræði telur Helgi að aðilar innan kerfisins gætu komið að málum sem þangað berast. „Það gætu verið sérfræðingar utan réttarvörslukerfisins, aðilar sem hafa faglega þekkingu á hegðun, samskiptum varðandi tengsl einstaklinga og annað af því tagi. Þannig að það eru svona borgaralegir aðilar en ekki innan réttarvörslukerfisins sjálfs.“
Kynferðisofbeldi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira