Þetta mun þó ekki standa lengi en miðað við veðurkort Veðurstofu Íslands verðursól á öllu landinu um miðjan daginn í dag. Útlit er fyrir fremur rólega vestlæga átt og skýjað með köflum.
Skúrir norðan- og austanlands en léttir síðan víða til eftir hádegi og hvessir dálítið á Vestfjörðum og allra syðst. Áfram verður víða bjart á morgun en skýjað að mestu og smá væta af og til vestantil. Hiti verður á bilinu 10 til 23 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.