Engar skýringar á skriðuhruni í Hágöngum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2021 20:48 Sjónarvottar segja skriðurnar hafa fallið klukkustundum saman. Stefán Guðmundsson Skriður féllu í Hágöngum, yst í Kinnarfjöllum, í Skjálfanda í gærkvöldi. Sjónarvottar sem staddir voru í Flatey segja að skriðurnar hafi fallið klukkustundum saman og að miklar drunur hafi fylgt þeim. Veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, segist engar skýringar hafa fyrir skriðunum. „Þetta fellur þarna fram í sjó og verður svolítil hrúga í fjörunni. Þannig að við höfum svo sem engar skýringar á þessu, það var enginn snjór þarna fyrir ofan sem var að bráðna eða eitthvað sérstakt sem maður sér. Þetta virðist bara vera eðlilegt hrun í þessum bröttu fjöllum sem verður alltaf af og til,“ segir Sveinn Brynjólfsson, veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir svona skriður vera algengari þegar eitthvað kemur þeim af stað en þær geti vel farið af stað sjálfar. Heill hellingur af grjóti.Stefán Guðmundsson „Það er mjög algengt að það hrynji í svona bröttu fjalli. Þetta eru bara klettar og skriðurnar fara bara fram í sjó, það er ekkert undirlendi þarna. Það er mjög algengt alls staðar þar sem þannig er, að það sé að hrynja en menn verða ekkert alltaf varir við þetta,“ segir Sveinn. Kyrrðin og veðurblíðan hafi orðið til þess að fólk úti í Flatey hafi orðið vart við skriðurnar. „Þarna er þetta bara svo nærri Flatey að menn heyrðu þetta og sáu vel. Af því að það var svo kyrrt og bjart,“ segir Sveinn. Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants, var staddur í Flatey í gær þar sem hann sá vel til skriðanna. Hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að enn féllu skriður úr fjallinu. Sveinn telur ekki ólíklegt að bergstykki hafi hrunið úr fjallinu og komið skriðunni af stað. „Það virðist vera að það sé þarna dálítið stykki sem að fer en það virðist ekki vera ofarlega í fjallinu, það virðist hafa verið frekar neðarlega sem að þetta fer af stað. Þá er ekkert ólíklegt að það hafi verið eitthvað bergstykki sem var að hruni komið og bergið hafi sprungið og veðrast með tíð og tíma.“ Stefán Guðmundsson Norðurþing Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira
„Þetta fellur þarna fram í sjó og verður svolítil hrúga í fjörunni. Þannig að við höfum svo sem engar skýringar á þessu, það var enginn snjór þarna fyrir ofan sem var að bráðna eða eitthvað sérstakt sem maður sér. Þetta virðist bara vera eðlilegt hrun í þessum bröttu fjöllum sem verður alltaf af og til,“ segir Sveinn Brynjólfsson, veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir svona skriður vera algengari þegar eitthvað kemur þeim af stað en þær geti vel farið af stað sjálfar. Heill hellingur af grjóti.Stefán Guðmundsson „Það er mjög algengt að það hrynji í svona bröttu fjalli. Þetta eru bara klettar og skriðurnar fara bara fram í sjó, það er ekkert undirlendi þarna. Það er mjög algengt alls staðar þar sem þannig er, að það sé að hrynja en menn verða ekkert alltaf varir við þetta,“ segir Sveinn. Kyrrðin og veðurblíðan hafi orðið til þess að fólk úti í Flatey hafi orðið vart við skriðurnar. „Þarna er þetta bara svo nærri Flatey að menn heyrðu þetta og sáu vel. Af því að það var svo kyrrt og bjart,“ segir Sveinn. Stefán Guðmundsson, forstjóri Gentle Giants, var staddur í Flatey í gær þar sem hann sá vel til skriðanna. Hann sagði í samtali við Vísi í hádeginu að enn féllu skriður úr fjallinu. Sveinn telur ekki ólíklegt að bergstykki hafi hrunið úr fjallinu og komið skriðunni af stað. „Það virðist vera að það sé þarna dálítið stykki sem að fer en það virðist ekki vera ofarlega í fjallinu, það virðist hafa verið frekar neðarlega sem að þetta fer af stað. Þá er ekkert ólíklegt að það hafi verið eitthvað bergstykki sem var að hruni komið og bergið hafi sprungið og veðrast með tíð og tíma.“ Stefán Guðmundsson
Norðurþing Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Sjá meira