Gosmóða frá Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær: „Við sendum Færeyingum góðar kveðjur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 19. júlí 2021 14:10 Frá gosinu í Geldingadölum. Vísir/Vilhelm Nokkur gosmóða er á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingum, sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun, er ráðlegt að fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Gosmóða frá gosinu í Geldingadölum mældist í Færeyjum í gær. Elísabet Inga Sigurðardóttir Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu urðu líklega margir varir við gosmóðu á leið til vinnu í morgun, en nokkuð há gildi á brennisteinsdíoxíð og súlfötum hafa mælst í borginni og í Hvalfirði frá því árla morgun. Ung börn skulu ekki sofa utandyra Samkvæmt ábendingum frá Veðurstofunni skulu einstaklingar sem viðkvæmir eru fyrir loftmengun fara varlega og skulu ung börn ekki sofa utandyra. Þá getur aukinna áhrifa gætt þegar fólk erfiðar utandyra. Áhugasömum er bent á að skoða vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem hægt er að fylgjast með gildum. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir í samtali við fréttastofu að gosmóðan komi ekki beint frá gosstöðvunum í Geldingadölum heldur sé um eldri gasmökk að ræða. „Þetta er bara vindáttin sem ræður þessu og eins og núna þegar þetta kemur til okkar þá er þetta að koma utan af sjó. Þetta er hæg vestanátt og þetta mallar svona yfir okkur.“ Sendir Færeyingum góðar kveðjur Hún segir erfitt að spá fyrir um hversu lengi megi búast við að móðan geri sig heimakomna hér á landi, og það fari helst eftir veðri og vindum. Hún segir almenna ráðið, til þess að forðast að verða fyrir áhrifum móðunnar, að halda sig innan dyra. „Þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á heilsuhrausta einstaklinga eða einstaklinga sem eru ekki viðkvæmir fyrir loftögnum. Þetta getur haft áhrif á þá sem eru með einhvers konar öndunarörðugleika eða sjúkdóma.“ Þá hafi gosmóðan sem rekja má til gossins í geldingadölum mælst í Færeyjum í gær og sendir Veðurstofan Færeyingum góðar kveðjur. Salóme segir jafnframt að við séum ekki ein að kljást við gosmóðu, en móðan sé viðvarandi ástand á Hawaii. Þar séu gefnir út leiðbeiningabæklingar fyrir almenning og er nú í skoðun að gefa út svipaðar leiðbeiningar til almennings hérlendis.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Esjan er horfin Gosmóða hylur nú bæjarfjall höfuðborgabúa. Sjaldan eða aldrei hefur gosmengunin verið svo mikil í höfuðborginni. 19. júlí 2021 10:52