Gagnaverið: Samfélagsmiðlar, áróður og falsfréttir Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. júlí 2021 13:49 María Rut Kristinsdóttir er gestur í nýjasta þætti hlaðvarpsins Gagnaverið. Í þættinum ræðir hún um pólitíska hlið samfélagsmiðla. Í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Gagnaverið er haldið áfram að fjalla um samfélagsmiðla. Um er að ræða þriðja og næst síðasta þáttinn um þetta málefni og var farið yfir pólitísku hlið samfélagsmiðlanna. Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall. Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Fjallað er um Cambridge Analytica skandalinn svokallaða sem átti sér stað í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Cambridge Analytica er breskt fyrirtæki sem sinnti rannsóknarvinnu í pólitískum tilgangi og vann við vissar hliðar kosningabaráttu. Fyrirtækið hannaði persónuleikapróf sem ætlað var til notkunar innan Cambridge háskóla en lak síðan út á Facebook. Þeir sem tóku prófið veittu aðgang að Facebook reikningi sínum og þannig var hægt að safna saman alls kyns upplýsingum um notendur. Þannig tókst fyrirtækinu að afla sér persónulegra upplýsinga um alls 87 milljónir Bandaríkjamanna. Út frá þessum upplýsingum útbjó fyrirtækið persónuleikamódel sem Donald Trump notaði til þess að hafa áhrif á kosningahegðun fólks með því að nýta sér sálræna veikleika þeirra. Fyrirtækið var lagt niður eftir að þetta kom í ljós. Þáttastjórnendur benda hlustendum á heimildarmyndina The Great Hack sem fjallar um Cambridge Analytica skandalinn. Í þættinum er jafnframt sagt frá því að Trump hafi ekki verið sá fyrsti til þess að nýta sér bakdyraleið samfélagsmiðla til þess að ná til kjósenda. Barack Obama hafi til að mynda nýtt sér upplýsingar kjósenda á samfélagsmiðlum í sinni baráttu, en þó aðeins þær upplýsingar sem voru aðgengilegar öllum. Í þættinum var rætt við Maríu Rut Kristinsdóttur, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar, sem hefur verið dugleg við að fræða almenning um stjórnmál á samfélagsmiðlum. Hún ræðir meðal annars um popúlisma og hvernig hægt sé að búa til ótta í gegnum áróður og falsfréttir. Það sé tækni sem margir hafi nýtt sér til þess að ná völdum. Þar nefnir hún Brexit og kjör Donalds Trump sem dæmi. Hér að neðan má hlusta á hlaðvarpsþáttinn Gagnaverið í heild sinni. Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið er nýtt hlaðvarp hér á Vísi og er fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um tæknina sem er alls staðar í kringum okkur. Meðal annars verður fjallað um rafíþróttir, 5G, sjálfkeyrandi bíla, raddstýringu tækja og svo verður líka farið yfir það hvernig gervigreind virkar. Umsjónarmenn þáttanna eru Arnar Kjartansson, María Rós Kaldalóns og Jóhann Hall.
Gagnaverið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31 „Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00 Mest lesið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Sjá meira
Spjótunum beint að þeim í nokkra mánuði og svo gleyma allir Hvað er „cancel culture“ og hvaða áhrif hefur hún? Er þetta yfir höfuð til? Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Gagnaverið er rætt um samfélagsmiðla. 9. júní 2021 10:31
„Áhrifavaldar koma ekki með neitt nýtt á borðið“ Hlaðvarpið Gagnaverið ætlar að birta þrjá ítarlega þætti um samfélagsmiðla og áhrif þeirra, allt frá Myspace yfir í Onlyfans. Í fyrsta hlutanum var rætt við Arnór Stein Ívarsson félagsfræðing og þáttastjórnanda hjá Tölvuleikjaspjallinu. 1. maí 2021 10:00