Transkona prýðir forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated í fyrsta sinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 13:27 Fyrirsætan Leyna Bloom situr fyrir á forsíðu sundfatatímaritsins Sports Illustrated. Það er í fyrsta sinn sem transkona prýðir forsíðuna. Sports Illustrated Fyrirsætan Leyna Bloom er fyrsta transkonan til þess að sitja fyrir á forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. Bloom sem er ættuð frá Filippseyjum, er ekki aðeins fyrsta transkonan til þess að prýða forsíðuna, heldur er hún einnig fyrsta hörundsdökka transkonan til þess að birtast í tímaritinu yfir höfuð. Transkonan Valentina Sampaio sat fyrir í tímaritinu fyrir ári síðan, en þó ekki á forsíðunni. Hún vakti athygli árið 2017 þegar hún var fyrsta transkonan til þess að vera á forsíðu Vogue Paris. Hér má sjá þær Valentinu Sampaio, sem birtist í tímaritinu fyrir ári síðan, og Leynu Bloom, sem prýðir nú forsíðuna.Getty/Mike Marsland - Gilbert Carrasquillo Mikil eftirvænting ríkir ár hvert, eftir sundfatatímariti Sports Illustrated sem gefið er út á sumrin. Tímaritið var fyrst gefið út fyrir 56 árum síðan og er löngu orðið eitt það virtasta í fyrirsætuheiminum. Margar af stærstu fyrirsætum heims hafa prýtt forsíðuna og fetar Bloom meðal annars í fótspor Heidi Klum og Tyru Banks. Hin 27 ára gamla Bloom er enginn nýgræðingur í fyrirsætuheiminum. Hún sat fyrir í Vogue India árið 2017 og varð þar með fyrsta transkonan til þess að birtast í tímaritinu. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér sem leikkona og birtist í myndinni Port Authority sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bloom birti hjartnæman pistil á Instragram-reikningi sínum nú á dögunum þar sem hún deildi forsíðunni með fylgjendum sínum. View this post on Instagram A post shared by Leyna Bloom (@leynabloom) „Þetta augnablik læknar mörg sár í heiminum. Við eigum þetta augnablik skilið: Við höfum beðið í milljón ár eftir því að standa uppi sem sigurvegarar og vera séðar sem fullgildar manneskjur,“ segir fyrirsætan í færslunni. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. „Þetta sögulega augnablik er mikilvægt fyrir stelpur eins og okkur vegna þess að það gerir okkur kleift að lifa og vera séðar. Margar stelpur eins og við hafa ekki fengið tækifæri til þess að upplifa drauma sína, eða yfir höfuð lifa lengi. Ég vona að forsíðan mín valdefli þær sem berjast fyrir því að vera séðar.“ Hinsegin Málefni transfólks Fjölmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Bloom sem er ættuð frá Filippseyjum, er ekki aðeins fyrsta transkonan til þess að prýða forsíðuna, heldur er hún einnig fyrsta hörundsdökka transkonan til þess að birtast í tímaritinu yfir höfuð. Transkonan Valentina Sampaio sat fyrir í tímaritinu fyrir ári síðan, en þó ekki á forsíðunni. Hún vakti athygli árið 2017 þegar hún var fyrsta transkonan til þess að vera á forsíðu Vogue Paris. Hér má sjá þær Valentinu Sampaio, sem birtist í tímaritinu fyrir ári síðan, og Leynu Bloom, sem prýðir nú forsíðuna.Getty/Mike Marsland - Gilbert Carrasquillo Mikil eftirvænting ríkir ár hvert, eftir sundfatatímariti Sports Illustrated sem gefið er út á sumrin. Tímaritið var fyrst gefið út fyrir 56 árum síðan og er löngu orðið eitt það virtasta í fyrirsætuheiminum. Margar af stærstu fyrirsætum heims hafa prýtt forsíðuna og fetar Bloom meðal annars í fótspor Heidi Klum og Tyru Banks. Hin 27 ára gamla Bloom er enginn nýgræðingur í fyrirsætuheiminum. Hún sat fyrir í Vogue India árið 2017 og varð þar með fyrsta transkonan til þess að birtast í tímaritinu. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér sem leikkona og birtist í myndinni Port Authority sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bloom birti hjartnæman pistil á Instragram-reikningi sínum nú á dögunum þar sem hún deildi forsíðunni með fylgjendum sínum. View this post on Instagram A post shared by Leyna Bloom (@leynabloom) „Þetta augnablik læknar mörg sár í heiminum. Við eigum þetta augnablik skilið: Við höfum beðið í milljón ár eftir því að standa uppi sem sigurvegarar og vera séðar sem fullgildar manneskjur,“ segir fyrirsætan í færslunni. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. „Þetta sögulega augnablik er mikilvægt fyrir stelpur eins og okkur vegna þess að það gerir okkur kleift að lifa og vera séðar. Margar stelpur eins og við hafa ekki fengið tækifæri til þess að upplifa drauma sína, eða yfir höfuð lifa lengi. Ég vona að forsíðan mín valdefli þær sem berjast fyrir því að vera séðar.“
Hinsegin Málefni transfólks Fjölmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira