Transkona prýðir forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated í fyrsta sinn Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 22. júlí 2021 13:27 Fyrirsætan Leyna Bloom situr fyrir á forsíðu sundfatatímaritsins Sports Illustrated. Það er í fyrsta sinn sem transkona prýðir forsíðuna. Sports Illustrated Fyrirsætan Leyna Bloom er fyrsta transkonan til þess að sitja fyrir á forsíðu sundfatatímarits Sports Illustrated. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. Bloom sem er ættuð frá Filippseyjum, er ekki aðeins fyrsta transkonan til þess að prýða forsíðuna, heldur er hún einnig fyrsta hörundsdökka transkonan til þess að birtast í tímaritinu yfir höfuð. Transkonan Valentina Sampaio sat fyrir í tímaritinu fyrir ári síðan, en þó ekki á forsíðunni. Hún vakti athygli árið 2017 þegar hún var fyrsta transkonan til þess að vera á forsíðu Vogue Paris. Hér má sjá þær Valentinu Sampaio, sem birtist í tímaritinu fyrir ári síðan, og Leynu Bloom, sem prýðir nú forsíðuna.Getty/Mike Marsland - Gilbert Carrasquillo Mikil eftirvænting ríkir ár hvert, eftir sundfatatímariti Sports Illustrated sem gefið er út á sumrin. Tímaritið var fyrst gefið út fyrir 56 árum síðan og er löngu orðið eitt það virtasta í fyrirsætuheiminum. Margar af stærstu fyrirsætum heims hafa prýtt forsíðuna og fetar Bloom meðal annars í fótspor Heidi Klum og Tyru Banks. Hin 27 ára gamla Bloom er enginn nýgræðingur í fyrirsætuheiminum. Hún sat fyrir í Vogue India árið 2017 og varð þar með fyrsta transkonan til þess að birtast í tímaritinu. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér sem leikkona og birtist í myndinni Port Authority sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bloom birti hjartnæman pistil á Instragram-reikningi sínum nú á dögunum þar sem hún deildi forsíðunni með fylgjendum sínum. View this post on Instagram A post shared by Leyna Bloom (@leynabloom) „Þetta augnablik læknar mörg sár í heiminum. Við eigum þetta augnablik skilið: Við höfum beðið í milljón ár eftir því að standa uppi sem sigurvegarar og vera séðar sem fullgildar manneskjur,“ segir fyrirsætan í færslunni. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. „Þetta sögulega augnablik er mikilvægt fyrir stelpur eins og okkur vegna þess að það gerir okkur kleift að lifa og vera séðar. Margar stelpur eins og við hafa ekki fengið tækifæri til þess að upplifa drauma sína, eða yfir höfuð lifa lengi. Ég vona að forsíðan mín valdefli þær sem berjast fyrir því að vera séðar.“ Hinsegin Málefni transfólks Fjölmiðlar Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
Bloom sem er ættuð frá Filippseyjum, er ekki aðeins fyrsta transkonan til þess að prýða forsíðuna, heldur er hún einnig fyrsta hörundsdökka transkonan til þess að birtast í tímaritinu yfir höfuð. Transkonan Valentina Sampaio sat fyrir í tímaritinu fyrir ári síðan, en þó ekki á forsíðunni. Hún vakti athygli árið 2017 þegar hún var fyrsta transkonan til þess að vera á forsíðu Vogue Paris. Hér má sjá þær Valentinu Sampaio, sem birtist í tímaritinu fyrir ári síðan, og Leynu Bloom, sem prýðir nú forsíðuna.Getty/Mike Marsland - Gilbert Carrasquillo Mikil eftirvænting ríkir ár hvert, eftir sundfatatímariti Sports Illustrated sem gefið er út á sumrin. Tímaritið var fyrst gefið út fyrir 56 árum síðan og er löngu orðið eitt það virtasta í fyrirsætuheiminum. Margar af stærstu fyrirsætum heims hafa prýtt forsíðuna og fetar Bloom meðal annars í fótspor Heidi Klum og Tyru Banks. Hin 27 ára gamla Bloom er enginn nýgræðingur í fyrirsætuheiminum. Hún sat fyrir í Vogue India árið 2017 og varð þar með fyrsta transkonan til þess að birtast í tímaritinu. Þá hefur hún einnig reynt fyrir sér sem leikkona og birtist í myndinni Port Authority sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bloom birti hjartnæman pistil á Instragram-reikningi sínum nú á dögunum þar sem hún deildi forsíðunni með fylgjendum sínum. View this post on Instagram A post shared by Leyna Bloom (@leynabloom) „Þetta augnablik læknar mörg sár í heiminum. Við eigum þetta augnablik skilið: Við höfum beðið í milljón ár eftir því að standa uppi sem sigurvegarar og vera séðar sem fullgildar manneskjur,“ segir fyrirsætan í færslunni. Hún tileinkar forsíðuna transkonum fortíðarinnar, nútíðarinnar og framtíðarinnar. „Þetta sögulega augnablik er mikilvægt fyrir stelpur eins og okkur vegna þess að það gerir okkur kleift að lifa og vera séðar. Margar stelpur eins og við hafa ekki fengið tækifæri til þess að upplifa drauma sína, eða yfir höfuð lifa lengi. Ég vona að forsíðan mín valdefli þær sem berjast fyrir því að vera séðar.“
Hinsegin Málefni transfólks Fjölmiðlar Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Fleiri fréttir Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“