Mercedes vinnur að Vision EQXX rafbíl með 1000 kílómetra drægni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. júlí 2021 07:01 Fyrstu myndir eru vissulega óljósar en þetta er Mercedes EQXX. EQXX á að verða hreinn rafbíll með 1000km drægni og að verða sá skilvirkasti í heimi. Bíllinn er ennþá á hugmyndastigi. Mercedes hefur að undanförnu verið að vinna að þessum bíl, með það markmið að komast frá Peking til Sjanghæ, sem eru um 1200 km. á á einni hleðslu. Endanleg drægni virðist enn vera óákveðin. Til að ná markmiðum sem þessum um drægni þá þarf EQXX að vera afar skilvirkur. Mercedes segir að markmiðið sé að halda bílnum í eins stafa tölu þegar kemur að kWh á 100 kílómetrum. Sem þýðir að bíllinn nái meira en 10 km. á hverri kílóvattstund á hefðbundnum hraðbrautum. Til að setja þau skilvirknimarkmið í samhengi þá fer Audi E-Tron um 3 km. á hverri kílóvattstund. Tesla Model 3 er að ná um 6 km. út úr hverri kílóvattstund, sem er með besta móti. Þekking úr Formúlu 1 er notuð við þróun á EQXX. mercedes notar starfskrafta úr vélaþróunardeild Formúlu 1 liðsins til að ná endum saman þegar kemur að drægni. Bíllinn er ekki væntanlegur fyrr en á næsta ári. Mercedes segir að þetta verkefni muni nýtast til hagsbóta fyrri alla rafbíla framleiðandans í framtíðinni. Nýr arkitektúr er væntanlegur árið 2025 þá munu kaupendur Mercedes bíla njóta góðs af verkefninu. Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent
Mercedes hefur að undanförnu verið að vinna að þessum bíl, með það markmið að komast frá Peking til Sjanghæ, sem eru um 1200 km. á á einni hleðslu. Endanleg drægni virðist enn vera óákveðin. Til að ná markmiðum sem þessum um drægni þá þarf EQXX að vera afar skilvirkur. Mercedes segir að markmiðið sé að halda bílnum í eins stafa tölu þegar kemur að kWh á 100 kílómetrum. Sem þýðir að bíllinn nái meira en 10 km. á hverri kílóvattstund á hefðbundnum hraðbrautum. Til að setja þau skilvirknimarkmið í samhengi þá fer Audi E-Tron um 3 km. á hverri kílóvattstund. Tesla Model 3 er að ná um 6 km. út úr hverri kílóvattstund, sem er með besta móti. Þekking úr Formúlu 1 er notuð við þróun á EQXX. mercedes notar starfskrafta úr vélaþróunardeild Formúlu 1 liðsins til að ná endum saman þegar kemur að drægni. Bíllinn er ekki væntanlegur fyrr en á næsta ári. Mercedes segir að þetta verkefni muni nýtast til hagsbóta fyrri alla rafbíla framleiðandans í framtíðinni. Nýr arkitektúr er væntanlegur árið 2025 þá munu kaupendur Mercedes bíla njóta góðs af verkefninu.
Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent