Liðsmenn Everton sagðir vilja að Gylfi verði nafngreindur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2021 09:35 Leikmenn knattspyrnuliðins Everton eru sagðir mjög ósáttir með þa að Gylfi Þór Sigurðsson, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hafi ekki verið nefndur á nafn. Getty/Michael Regan Liðsmenn knattspyrnufélagsins Everton hafa kallað eftir því að liðsfélagi þeirra, sem handtekinn var fyrir viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni og heimildir Vísis staðfesta að sé Gylfi Þór Sigurðsson, verði nefndur á nafn. Þetta segir í fréttum bresku slúðurblaðanna The Sun og Mirror. Af lagalegum ástæðum hefur Gylfi ekki verið nefndur á nafn í breskum fjölmiðlum. Lögreglan í Manchester hefur ekki staðfest að um Gylfa sé að ræða, meðal annars í samskiptum við fréttastofu, vegna rannsóknarhagsmuna. Leikmennirnir eru einnig sagðir mjög ósáttir með það að hafa verið bannað að tala við Gylfa. Einn lýsir því að hafa misst af fimm símtölum frá Gylfa, sem hann mátti ekki svara og er sagður bálreiður yfir því. Lögreglan í Manchester lýsti því yfir á mánudag að hún hefði handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við málið. Everton staðfesti svo síðar þann dag að um leikmann liðsins væri að ræða. Hann væri fjölskyldumaður og landsliðsleikmaður í sínu heimalandi. Að sögn heimildamanna Sun hafa liðsmenn Everton krafið yfirmenn sína hjá knattspyrnuliðinu að nefna Gylfa opinberlega. Þeir séu mjög ósáttir með óvissuna sem ríki vegna þess að hann hafi ekki verið nafngreindur og að einhverjir liðsmenn Everton hafi verið nefndir í sambandi við málið, þar á meðal Fabian Delph, sem er eini liðsmaðurinn utan Gylfa sem er 31 árs gamall. „Markaðsefni með andliti hins grunaða var fjarlægt úr búðarhillum í heimalandi hans – og það kom í ljós á miðvikudag að eiginkona hans yfirgaf þriggja milljóna punda heimili þeirra en leikmaðurinn er undir eftirliti utan heimilis síns,“ segir í frétt The Sun. Enski boltinn Kynferðisofbeldi England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Þetta segir í fréttum bresku slúðurblaðanna The Sun og Mirror. Af lagalegum ástæðum hefur Gylfi ekki verið nefndur á nafn í breskum fjölmiðlum. Lögreglan í Manchester hefur ekki staðfest að um Gylfa sé að ræða, meðal annars í samskiptum við fréttastofu, vegna rannsóknarhagsmuna. Leikmennirnir eru einnig sagðir mjög ósáttir með það að hafa verið bannað að tala við Gylfa. Einn lýsir því að hafa misst af fimm símtölum frá Gylfa, sem hann mátti ekki svara og er sagður bálreiður yfir því. Lögreglan í Manchester lýsti því yfir á mánudag að hún hefði handtekið 31 árs gamlan knattspyrnumann í tengslum við málið. Everton staðfesti svo síðar þann dag að um leikmann liðsins væri að ræða. Hann væri fjölskyldumaður og landsliðsleikmaður í sínu heimalandi. Að sögn heimildamanna Sun hafa liðsmenn Everton krafið yfirmenn sína hjá knattspyrnuliðinu að nefna Gylfa opinberlega. Þeir séu mjög ósáttir með óvissuna sem ríki vegna þess að hann hafi ekki verið nafngreindur og að einhverjir liðsmenn Everton hafi verið nefndir í sambandi við málið, þar á meðal Fabian Delph, sem er eini liðsmaðurinn utan Gylfa sem er 31 árs gamall. „Markaðsefni með andliti hins grunaða var fjarlægt úr búðarhillum í heimalandi hans – og það kom í ljós á miðvikudag að eiginkona hans yfirgaf þriggja milljóna punda heimili þeirra en leikmaðurinn er undir eftirliti utan heimilis síns,“ segir í frétt The Sun.
Enski boltinn Kynferðisofbeldi England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28 Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50 Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Delph sagður æfur vegna yfirlýsingar Everton Fabian Delph, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar, hjá enska knattspyrnuliðinu Everton er sagður vera æfur yfir því að yfirlýsing liðsins vegna máls Gylfa hafi ekki verið afdráttarlausari en svo að Delph var bendlaður við málið á samfélagsmiðlum. 22. júlí 2021 21:28
Gylfi sagður neita sök Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton í ensku deildinni og landsliðsmaður, er sagður harðneita þeim ásökunum sem bornar eru á hann. Hann er grunaður um kynferðisbrot gegn barni og var handtekinn á föstudaginn í Manchester í Englandi. 21. júlí 2021 10:50
Gylfi Þór sá sem var handtekinn Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu er sá leikmaður hjá enska knattspyrnuliðinu Everton sem lögregla í Manchester handtók á föstudag í tengslum við kynferðisbrot gagnvart ólögráða stúlku, samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu. Everton greindi frá því í gær að um væri að ræða leikmann liðsins. 20. júlí 2021 13:52