Matvöruverslanir muni beina þeim tilmælum til viðskiptavina að bera grímur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 20:58 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Fólk mun einungis þurfa að bera grímur þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli einstaklinga eða þegar húsnæði er illa loftræst. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir óskýrleika í reglugerð. Vafi hefur leikið á því hvort grímuskyldan, sem nú er í gildi, sé almenn eða ekki. Hér að neðan veltir Arnór þessu fyrir sér á Twitter og svarar heilbrigðisráðherra því til að grímuskyldan sé almenn. Almenn grímuskylda í verslunum já.— Svandís Svavarsd (@svasva) July 24, 2021 Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu ber fólki þó einungis skylda til að bera grímur þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli einstaklinga eins og áður segir. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að matvöruverslanir muni beina þeim tilmælum til fólks að bera grímur í verslunum. „Öll matvöruverslunin mun beina þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að vera með grímur inni í búðunum. Við getum ekki gengið lengra því að sú reglugerð sem er í gildi hún heimilar okkur ekki að skylda viðskiptavini til þess að gera þetta. Þannig bara til þess að auðvelda fólki lífið og gera þetta skýrara en nú er þá bara eru þessi tilmæli sem matvöruverslunin gefur viðskiptavinum sínum. Lengra getum við ekki stigið eins og staðan er núna.“ Hann segir að óvissa hafi ríkt hjá verslunareigendum „Ruglingurinn felst fyrst og fremst í því að Covid.is segir aðra sögu en reglugerðin. Þar liggur hundurinn grafinn. Það er náttúrulega mjög ámælisvert ef stjórnvöld geta ekki komið upplýsingunum skýrt frá sér. Það veldur ruglningi eins og komið hefur í ljóst.“ „Það sem kannski verra er að þetta er ekki í fyrsta skipti í þessu ferli öllu sem heilbrigðisráðuneytið misstígur sig í samningu reglna um þetta. Hafa áður þurft að stíga fram og leiðrétta þær reglugerðir sem þeir hafa sett. Það hlýtur að teljast mjög ámælisvert.“ Gagnrýnir óskýrleika „Við erum boðin og búin til þess að vinna með stjórnvöldum að lausn þess vanda sem uppi er. Eina krafan sem við gerum er að skýrleiki þeirra reglna sem við eigum að fara eftir sé ótvíræður. Það skortir mjög á að svo sé eins og staðan er núna. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Vafi hefur leikið á því hvort grímuskyldan, sem nú er í gildi, sé almenn eða ekki. Hér að neðan veltir Arnór þessu fyrir sér á Twitter og svarar heilbrigðisráðherra því til að grímuskyldan sé almenn. Almenn grímuskylda í verslunum já.— Svandís Svavarsd (@svasva) July 24, 2021 Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu ber fólki þó einungis skylda til að bera grímur þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli einstaklinga eins og áður segir. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að matvöruverslanir muni beina þeim tilmælum til fólks að bera grímur í verslunum. „Öll matvöruverslunin mun beina þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að vera með grímur inni í búðunum. Við getum ekki gengið lengra því að sú reglugerð sem er í gildi hún heimilar okkur ekki að skylda viðskiptavini til þess að gera þetta. Þannig bara til þess að auðvelda fólki lífið og gera þetta skýrara en nú er þá bara eru þessi tilmæli sem matvöruverslunin gefur viðskiptavinum sínum. Lengra getum við ekki stigið eins og staðan er núna.“ Hann segir að óvissa hafi ríkt hjá verslunareigendum „Ruglingurinn felst fyrst og fremst í því að Covid.is segir aðra sögu en reglugerðin. Þar liggur hundurinn grafinn. Það er náttúrulega mjög ámælisvert ef stjórnvöld geta ekki komið upplýsingunum skýrt frá sér. Það veldur ruglningi eins og komið hefur í ljóst.“ „Það sem kannski verra er að þetta er ekki í fyrsta skipti í þessu ferli öllu sem heilbrigðisráðuneytið misstígur sig í samningu reglna um þetta. Hafa áður þurft að stíga fram og leiðrétta þær reglugerðir sem þeir hafa sett. Það hlýtur að teljast mjög ámælisvert.“ Gagnrýnir óskýrleika „Við erum boðin og búin til þess að vinna með stjórnvöldum að lausn þess vanda sem uppi er. Eina krafan sem við gerum er að skýrleiki þeirra reglna sem við eigum að fara eftir sé ótvíræður. Það skortir mjög á að svo sé eins og staðan er núna.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira