Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2021 08:40 Þremenningarnir Juan Pablo Mohr (t.v.), Ali Sadpara (f.m.) og John Snorri Sigurjónsson (t.h.) fórust á leið upp á topp K2 í febrúar. Vísir Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. „Fjölskylda Johns vill þakka fyrir þann hlýhug, stuðning og umhyggju sem okkur hefur verið sýnd undanfarna mánuði og við viljum ítreka innilegar þakkir okkar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo,“ segir Lína Móey, ekkja Johns Snorra, í fréttatilkynningu sem barst í morgun. Í tilkynningunni segir að það sé alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda að ákveða hvort reynt verður að ná líkamsleifum þeirra niður af fjallinu, en aðstæður á K2 eru mjög erfiðar. Það sé mikilvægt að öryggi þeirra aðila sem tækju þátt í slíkum aðgerðum verði tryggt ef tekin verður ákvörðun um að flytja þá niður í grunnbúðir. Samkvæmt upplýsingum frá Elia Saikaly, sem er á K2, er staðsetning Johns og Ali fyrir ofan hinn svokallaða flöskuháls á K2, á meðan staðsetning Juan er mun nærri búðum 4. Miðað við aðstæður eru sterkar vísbendingar um að þeir hafi verið á leið niður af toppi fjallsins þegar þeir létust. Persónulegir munir, myndavélar og annar tækjabúnaður sem þeir höfðu meðferðis mun líklega varpa betra ljósi á það sem gerðist þennan afdrifaríka dag og meðal annars svara þeirri spurningu hvort þeir hafi náð toppnum á K2. Stjórn þeirrar rannsóknar verður einnig á hendi pakistanskra yfirvalda og munu allar upplýsingar um niðurstöður koma frá þeim. Pakistan John Snorri á K2 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Fjölskylda Johns vill þakka fyrir þann hlýhug, stuðning og umhyggju sem okkur hefur verið sýnd undanfarna mánuði og við viljum ítreka innilegar þakkir okkar til allra sem hafa tekið þátt í leitinni að þeim John Snorra, Ali og J Pablo,“ segir Lína Móey, ekkja Johns Snorra, í fréttatilkynningu sem barst í morgun. Í tilkynningunni segir að það sé alfarið á hendi pakistanskra yfirvalda að ákveða hvort reynt verður að ná líkamsleifum þeirra niður af fjallinu, en aðstæður á K2 eru mjög erfiðar. Það sé mikilvægt að öryggi þeirra aðila sem tækju þátt í slíkum aðgerðum verði tryggt ef tekin verður ákvörðun um að flytja þá niður í grunnbúðir. Samkvæmt upplýsingum frá Elia Saikaly, sem er á K2, er staðsetning Johns og Ali fyrir ofan hinn svokallaða flöskuháls á K2, á meðan staðsetning Juan er mun nærri búðum 4. Miðað við aðstæður eru sterkar vísbendingar um að þeir hafi verið á leið niður af toppi fjallsins þegar þeir létust. Persónulegir munir, myndavélar og annar tækjabúnaður sem þeir höfðu meðferðis mun líklega varpa betra ljósi á það sem gerðist þennan afdrifaríka dag og meðal annars svara þeirri spurningu hvort þeir hafi náð toppnum á K2. Stjórn þeirrar rannsóknar verður einnig á hendi pakistanskra yfirvalda og munu allar upplýsingar um niðurstöður koma frá þeim.
Pakistan John Snorri á K2 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira