Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2021 11:12 Enginn kemst um borð hjá Play á neikvæðs prófs. Arnar Halldórsson Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Í tilkynningu frá Play segir að ákvörðunin sé tekin með öryggi farþega og áhafna að leiðarljósi og í samræmi við reglugerð heilbrigðisyfirvalda sem tók gildi 27. júlí og kveður á um að farþegar þurfi að verða sér úti um vottorð um neikvætt COVID-19 próf áður en haldið er til Íslands. „Það er skylda okkar að tryggja öryggi farþega og áhafna og það kemur ekki til greina að Play hleypi fólki um borð án þess að reyna að tryggja að það sé ekki með Covid-19. Þetta er tímabundin ráðstöfun í þágu öryggis,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Gildir líka um Íslendinga þrátt fyrir undanþágu í reglugerð Í reglugerð um skyldu flugrekenda til að kanna vottorð vegna Covid-19 í millilandaflugi segir að flugrekendum sé skylt að kanna hvort farþegar séu með vottorð upp á neikvæða niðurstöðu úr skimun fyrir kórónuveirunni. Tekið er fram að skyldan eigi ekki við farþega sem eru íslenskir ríkisborgarar. Play hefur samt sem áður ákveðið að krefja alla farþega um vottorð um neikvæða niðustöðu skimunar. „Þetta er bara fortakslaust hjá okkur núna, þú ferð ekki um borð hjá okkur nema að framvísa vottorði um neikvætt próf,“ segir Nadine Guðrún Yaghi, samskiptastjóri Play, í samtali við Vísi. Í tilkynningunni segir að með þessari tilhögun sé Play ekki að bera brigður á rétt Íslendinga til að snúa til síns heima heldur þurfa þeir, sem ekki uppfylla reglur stjórnvalda, að sæta tímabundinni röskun í ljósi aðstæðna. Þá er ákvörðunin tekin í samræmi við skilmála Play þar sem meðal annars er kveðið á um heimild félagsins til að neita að fljúga með farþega sé það nauðsynlegt til að framfylgja lögum, reglugerðum eða tilmælum stjórnvalda eða til að tryggja öryggi annarra. Jafnframt er það mat Play að ef flugrekandi framfylgir ekki reglum stjórnvalda, með því að hleypa fólki sem ekki framvísar Covid-19 prófi á flugvelli um borð í flug til landsins, missi reglurnar marks. Samkvæmt reglugerðinni þurfa þeir sem eru óbólusettir að framvísa niðurstöðu úr PCR prófi en bólusettum og fólki með fyrri sýkingu dugar að framvísa niðurstöðu svokallaðs antigen hraðprófs. Þeir sem ekki hlýða fá nýtt flug á kostnað Play Play mun bóka þá farþega sem ekki geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi í næsta flug félagsins frá sama áfangastað þeim að kostnaðarlausu, enda framvísi þeir þá neikvæðu prófi. Samkvæmt upplýsingum frá Play er einungis flogið frá Barcelona á fimm daga fresti. Því gætu farþegar félagsins lent í því að sitja fastir í Barcelona í fimm daga, framvísi þeir ekki neikvæðu prófi við innritun. Flug frá öðrum áfangastöðum félagsins eru tíðari og kyrrseta því styttri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Ferðalög Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira