„Ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. júlí 2021 20:00 Brynja Dan Gunnarsdóttir segir forvarnir og fræðslu skipta sköpum. Sigurjón ólason Ný lög í Noregi sem skylda áhrifavalda til að merkja myndir sem búið er að eiga við eru skrýtin að mati áhrifavalds. Hún segir rökréttara að fræða ungt fólk um skaðsemi samfélagsmiðla og veltir því fyrir sér hvers vegna lögin taki einungis til áhrifavalda. Lög sem skylda áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að merkja myndir sem búið er að eiga við, hafa verið samþykkt í Noregi. Lögin varða myndir eða myndskeið þar sem búið er að eiga við líkama fólks, stærð hans eða áferð. Áhrifavaldur furðar sig á lagasetningunni. „Mér finnst verið að byrja á röngum enda. Ég hefði viljað sjá stefnuna fara út í forvarnir og fræða börnin okkar um skaðsemi þess að bera okkur saman við aðra og hvað samfélagsmiðlar sem og aðrar auglýsingar geta haft,“ sagði Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur. Lögin eru hugsuð til að vernda ungt fólk fyrir sálrænum skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunni að valda. „Mér finnst við alveg þurfa að gera eitthvað, vissulega ef þetta er farið að hafa þessi skaðlegu áhrif sem rannsóknir sýna, en þá finnst mér að þetta eigi bara að ná yfir allar auglýsingar. Hvort sem það er í blöðum, tímaritum, sjónvarpinu eða hvað sem er.“ Óraunhæfar glansmyndir birtist víða Því áhrifavaldar séu ekki einir um að vinna myndir. „Þetta er bara það sem hefur tíðkast í auglýsingabransanum í mörg mörg, mörg ár. Það er enginn ljósmyndari sem skilar af sér mynd án þess að hún sé unnin.“ Þá finnst henni sérstakt að lögin taki einungis til áhrifavalda þar sem óraunhæfar glansmyndir birtist víðar. Tekur hún son sinn sem dæmi sem er ekki á samfélagsmiðlum vegna ungs aldurs. „Ég ræð því ekki hvort hann horfi á Pepsi flöskuna með Ronaldo sem er iðulega með mjög grófa húð en er silkisléttur eins og Ken á flöskunni þannig að ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu.“ Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Noregur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
Lög sem skylda áhrifavalda á samfélagsmiðlum til þess að merkja myndir sem búið er að eiga við, hafa verið samþykkt í Noregi. Lögin varða myndir eða myndskeið þar sem búið er að eiga við líkama fólks, stærð hans eða áferð. Áhrifavaldur furðar sig á lagasetningunni. „Mér finnst verið að byrja á röngum enda. Ég hefði viljað sjá stefnuna fara út í forvarnir og fræða börnin okkar um skaðsemi þess að bera okkur saman við aðra og hvað samfélagsmiðlar sem og aðrar auglýsingar geta haft,“ sagði Brynja Dan Gunnarsdóttir, áhrifavaldur. Lögin eru hugsuð til að vernda ungt fólk fyrir sálrænum skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunni að valda. „Mér finnst við alveg þurfa að gera eitthvað, vissulega ef þetta er farið að hafa þessi skaðlegu áhrif sem rannsóknir sýna, en þá finnst mér að þetta eigi bara að ná yfir allar auglýsingar. Hvort sem það er í blöðum, tímaritum, sjónvarpinu eða hvað sem er.“ Óraunhæfar glansmyndir birtist víða Því áhrifavaldar séu ekki einir um að vinna myndir. „Þetta er bara það sem hefur tíðkast í auglýsingabransanum í mörg mörg, mörg ár. Það er enginn ljósmyndari sem skilar af sér mynd án þess að hún sé unnin.“ Þá finnst henni sérstakt að lögin taki einungis til áhrifavalda þar sem óraunhæfar glansmyndir birtist víðar. Tekur hún son sinn sem dæmi sem er ekki á samfélagsmiðlum vegna ungs aldurs. „Ég ræð því ekki hvort hann horfi á Pepsi flöskuna með Ronaldo sem er iðulega með mjög grófa húð en er silkisléttur eins og Ken á flöskunni þannig að ég held að þetta snúist fyrst og fremst um fræðslu.“
Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Noregur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira