„Við stöndum betur að vígi en meirihluti mannkyns“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 22:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að framhald sóttvarnaaðgerða ætti að skýrast á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk þurfi að sýna sóttvarnayfirvöldum biðlund. Verið sé að fylgjast með þróun fjórðu bylgjunnar hér á landi og um tíu dagar séu þar til framhald sóttvarnaaðgerða skýrist. Þetta sagði Víðir í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en þar fór hann vítt og breytt og ræddi meðal annars útlit helgarinnar, sóttvarnaaðgerðir og framhald bólusetninga hér á landi. Hann segist gera ráð fyrir því að fólk taki því heldur rólegar þessa helgi en útlit var fyrir fyrr í mánuðinum. „Já, ég á nú frekar von á því að menn ætli að taka því rólega. Fólk er yfir höfuð búið að átta sig á stöðunni og þeirri óvissu sem er í gangi og ætla sér væntanlega margir að taka því rólegar en planið var fyrir tveimur vikum,“ segir Víðir. Hann jánkar því að yfirvöld hafi ekki gengið jafn langt í tilmælum til fólks eins og fyrir ári síðan en hvetur fólk þó að fara varlega. „Við höfum ekki gengið svo langt að ráðleggja frá ferðalögum en hvatt fólk til að fara afskaplega varlega, vera saman í litlum hópum og vera kannski með sama fólkinu. Ekki vera að fara á milli partýja eða slíkt.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega um helgina. „Vanda sig í umgengninni við aðra og fara varlega. Förum varlega í umferðinni líka, það er álag á heilbrigðiskerfinu og hvert slys er einu slysi of mikið. Förum varlega og verum góð hvert við annað.“ Sóttkvíarhótel á mörkunum Margir hafa líklega velt fyrir sér framhaldi sóttvarnaaðgerða hér á landi en nú er vika liðin frá því að nýjar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Þá var aðeins mánuður síðan öllum takmörkunum innanlands var aflétt, í fyrsta sinn síðan um miðjan mars 2020. „Við erum bara enn í þessari gagnaöflun sem var ákveðið að fara í þegar þessar aðgerðir voru settar til 13. ágúst. Við erum bara að vinna í því öll að safna þeim gögnum sem þarf til að geta tekið ákvörðun til lengri tíma í framhaldinu. Fólk verður að sýna biðlund, svona tíu daga í viðbót,“ segir Víðir. Ástandið á sóttvarnahótelum sé mjög slæmt. „Við erum alveg á mörkunum með að geta tekið við bæði fólki í sóttkví og sérstaklega í einangrun. Það er snúni staða akkúrat núna hjá okkur með það.“ Stöndum betur að vígi en flestar þjóðir Hann segir okkur Íslendinga þó standa betur að vígi en meginþorra heimsbúa. Búið sé að bólusetja mikinn meirihluta landsmanna og nú sé bara að bíða og sjá hvernig bóluefnin haldi í við Delta-afbrigði veirunnar. „Við stöndum náttúrulega betur að vígi en meirihluti mannkyns vegna þess að við erum búin að bólusetja svo stóran hluta hjá okkur. Þetta afbrigði, sem er kallað Delta-afbrigðið, það hefur reynst hættulegra hjá flestum en aftur á móti sjáum við það hjá þeim löndum sem eru sambærileg við okkur, eins og Ísrael og að einhverju leiti í Englandi, að þar eru bóluefnin að sýna fram á það að það eru miklu færri sem veikjast alvarlega og það er það sem við erum að bíða eftir að sjáist hjá okkur,“ segir Víðir. Það ætti að skýrast á næstu tveimur vikum. „Þegar að komnir eru tíu dagar frá því að þessi bylgja byrjaði ættum við að sjá hversu alvarleg hún er og það er ekki bara fjöldi þeirra sem smitast, við erum fyrst og fremst að horfa til þeirra sem veikjast, og veikjast alvarlega.“ Huga að viðbótarskammti fyrir viðkvæma hópa Tilkynnt var á dögunum að farið verði í að bólusetja þá sem fengu Jansen með viðbótarskammti, til að auka virkni efnisins. Víðir segir í skoðun að gefa viðkvæmum hópum aukaskammt. „Við erum að byrja á því núna strax eftir helgi að fara að bólusetja þá sem fengu Jansen, þeir fá annan skammt. Það eru yfir 50 þúsund manns sem fengu það. Síðan erum við að skoða þetta að gefa viðkvæmum hópum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma viðbótarskammt af Pfizer,“ segir Víðir. Í ágúst ættu bóluefnabirgðir hér á landi að duga til að ráðast í þetta verkefni. „Við verðum með í ágúst nægt bóluefni til að fara í þetta verkefni sem er búið að ákveða,“ segir Víðir. „Við erum búin að gera samninga um kaup á mjög miklu magni af bóluefnum því að á sínum tíma vissi enginn hver myndi geta afhent og hver yrði fyrstur og annað slíkt. Í þessu Evrópusamstarfsverkefni var gerður samningur við mjög marga aðila þannig að við eigum bóluefni fyrir allt sem við þurfum og vonandi getum við hjálpað til að bólusetja aðrar þjóðir.“ Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að bæta við bóluefnaskammti hjá þeim sem fengu bóluefni Jansen sé efnið gott. „Jansen er gott en menn hafa ákveðið að bæta við þessum skammti til að auka virknina þannig að öll bóluefni sem við erum að nota, þau séu öll gefin í tveimur skömmtum,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Bólusetningar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Þetta sagði Víðir í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en þar fór hann vítt og breytt og ræddi meðal annars útlit helgarinnar, sóttvarnaaðgerðir og framhald bólusetninga hér á landi. Hann segist gera ráð fyrir því að fólk taki því heldur rólegar þessa helgi en útlit var fyrir fyrr í mánuðinum. „Já, ég á nú frekar von á því að menn ætli að taka því rólega. Fólk er yfir höfuð búið að átta sig á stöðunni og þeirri óvissu sem er í gangi og ætla sér væntanlega margir að taka því rólegar en planið var fyrir tveimur vikum,“ segir Víðir. Hann jánkar því að yfirvöld hafi ekki gengið jafn langt í tilmælum til fólks eins og fyrir ári síðan en hvetur fólk þó að fara varlega. „Við höfum ekki gengið svo langt að ráðleggja frá ferðalögum en hvatt fólk til að fara afskaplega varlega, vera saman í litlum hópum og vera kannski með sama fólkinu. Ekki vera að fara á milli partýja eða slíkt.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega um helgina. „Vanda sig í umgengninni við aðra og fara varlega. Förum varlega í umferðinni líka, það er álag á heilbrigðiskerfinu og hvert slys er einu slysi of mikið. Förum varlega og verum góð hvert við annað.“ Sóttkvíarhótel á mörkunum Margir hafa líklega velt fyrir sér framhaldi sóttvarnaaðgerða hér á landi en nú er vika liðin frá því að nýjar sóttvarnaaðgerðir voru kynntar. Þá var aðeins mánuður síðan öllum takmörkunum innanlands var aflétt, í fyrsta sinn síðan um miðjan mars 2020. „Við erum bara enn í þessari gagnaöflun sem var ákveðið að fara í þegar þessar aðgerðir voru settar til 13. ágúst. Við erum bara að vinna í því öll að safna þeim gögnum sem þarf til að geta tekið ákvörðun til lengri tíma í framhaldinu. Fólk verður að sýna biðlund, svona tíu daga í viðbót,“ segir Víðir. Ástandið á sóttvarnahótelum sé mjög slæmt. „Við erum alveg á mörkunum með að geta tekið við bæði fólki í sóttkví og sérstaklega í einangrun. Það er snúni staða akkúrat núna hjá okkur með það.“ Stöndum betur að vígi en flestar þjóðir Hann segir okkur Íslendinga þó standa betur að vígi en meginþorra heimsbúa. Búið sé að bólusetja mikinn meirihluta landsmanna og nú sé bara að bíða og sjá hvernig bóluefnin haldi í við Delta-afbrigði veirunnar. „Við stöndum náttúrulega betur að vígi en meirihluti mannkyns vegna þess að við erum búin að bólusetja svo stóran hluta hjá okkur. Þetta afbrigði, sem er kallað Delta-afbrigðið, það hefur reynst hættulegra hjá flestum en aftur á móti sjáum við það hjá þeim löndum sem eru sambærileg við okkur, eins og Ísrael og að einhverju leiti í Englandi, að þar eru bóluefnin að sýna fram á það að það eru miklu færri sem veikjast alvarlega og það er það sem við erum að bíða eftir að sjáist hjá okkur,“ segir Víðir. Það ætti að skýrast á næstu tveimur vikum. „Þegar að komnir eru tíu dagar frá því að þessi bylgja byrjaði ættum við að sjá hversu alvarleg hún er og það er ekki bara fjöldi þeirra sem smitast, við erum fyrst og fremst að horfa til þeirra sem veikjast, og veikjast alvarlega.“ Huga að viðbótarskammti fyrir viðkvæma hópa Tilkynnt var á dögunum að farið verði í að bólusetja þá sem fengu Jansen með viðbótarskammti, til að auka virkni efnisins. Víðir segir í skoðun að gefa viðkvæmum hópum aukaskammt. „Við erum að byrja á því núna strax eftir helgi að fara að bólusetja þá sem fengu Jansen, þeir fá annan skammt. Það eru yfir 50 þúsund manns sem fengu það. Síðan erum við að skoða þetta að gefa viðkvæmum hópum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma viðbótarskammt af Pfizer,“ segir Víðir. Í ágúst ættu bóluefnabirgðir hér á landi að duga til að ráðast í þetta verkefni. „Við verðum með í ágúst nægt bóluefni til að fara í þetta verkefni sem er búið að ákveða,“ segir Víðir. „Við erum búin að gera samninga um kaup á mjög miklu magni af bóluefnum því að á sínum tíma vissi enginn hver myndi geta afhent og hver yrði fyrstur og annað slíkt. Í þessu Evrópusamstarfsverkefni var gerður samningur við mjög marga aðila þannig að við eigum bóluefni fyrir allt sem við þurfum og vonandi getum við hjálpað til að bólusetja aðrar þjóðir.“ Hann segir að þrátt fyrir að verið sé að bæta við bóluefnaskammti hjá þeim sem fengu bóluefni Jansen sé efnið gott. „Jansen er gott en menn hafa ákveðið að bæta við þessum skammti til að auka virknina þannig að öll bóluefni sem við erum að nota, þau séu öll gefin í tveimur skömmtum,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Bólusetningar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira