Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Óttar Kolbeinsson Proppé og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 31. júlí 2021 12:17 Hjördís Guðmundsdóttir er samskiptastjóri almannavarna. vísir/vilhelm Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. „Rakningin okkar er enn þá í fullum gangi en það sjá það náttúrulega allir að þegar við erum með svona ástand eins og í dag að þá er rakningin ekki að ná að gefa jafn frábæra þjónustu eins og hefur verið,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Þessi þjónusta, þegar hefur verið náð að hringja í alla og segja þú ert að fara í sóttkví og útskýrt hvernig sóttkví virkar, þessu náum við ekki í dag,“ heldur hún áfram. „Við náum að benda fólki á að það eigi að vera í sóttkví og að það geti lesið sér til um hvað það þýðir. Þetta er okkar nýi veruleiki akkúrat í dag. Við þurfum svolítið að passa upp á okkur sjálf og bera ábyrgð.“ Fólk með einkenni tregt til að fara í sýnatöku Hún telur að fólk sé orðið hálfkærulaust þegar það finni fyrir einkennum: „Margir eru með einkenni en hugsa: Ég er bólusettur eða bólusett og þetta er bara eitthvað kvef,“ segir hún og telur þetta eina skýringu þess að svo margir greinist áfram utan sóttkvíar. Aldrei hafa fleiri greinst með virkt smit á einum degi og í gær, þegar 145 greindust hér innanlands. Af þeim voru 98 utan sóttkvíar við greiningu. Ekki eru nema örfáir dagar síðan fyrra met var slegið og má búast við að smittölur næstu daga verði svipaðar og tölur gærdagsins ef ekki hærri, að sögn Hjördísar. „Talan er há og þetta er eiginlega orðið þannig að okkur finnst hundrað orðið eitthvað venjulegt, en auðvitað er það ekki venjulegt og það er ástæða fyrir því að við erum að tala um það sem við þurfum að vera að gera öll saman,“ segir Hjördís. „Ég held við þurfum bara enn og aftur að hvetja fólk, sem er með einkenni til að fara í sýnatöku. Það er bara það sem skiptir okkur öllu máli, fyrir allt samfélagið.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
„Rakningin okkar er enn þá í fullum gangi en það sjá það náttúrulega allir að þegar við erum með svona ástand eins og í dag að þá er rakningin ekki að ná að gefa jafn frábæra þjónustu eins og hefur verið,“ sagði Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Þessi þjónusta, þegar hefur verið náð að hringja í alla og segja þú ert að fara í sóttkví og útskýrt hvernig sóttkví virkar, þessu náum við ekki í dag,“ heldur hún áfram. „Við náum að benda fólki á að það eigi að vera í sóttkví og að það geti lesið sér til um hvað það þýðir. Þetta er okkar nýi veruleiki akkúrat í dag. Við þurfum svolítið að passa upp á okkur sjálf og bera ábyrgð.“ Fólk með einkenni tregt til að fara í sýnatöku Hún telur að fólk sé orðið hálfkærulaust þegar það finni fyrir einkennum: „Margir eru með einkenni en hugsa: Ég er bólusettur eða bólusett og þetta er bara eitthvað kvef,“ segir hún og telur þetta eina skýringu þess að svo margir greinist áfram utan sóttkvíar. Aldrei hafa fleiri greinst með virkt smit á einum degi og í gær, þegar 145 greindust hér innanlands. Af þeim voru 98 utan sóttkvíar við greiningu. Ekki eru nema örfáir dagar síðan fyrra met var slegið og má búast við að smittölur næstu daga verði svipaðar og tölur gærdagsins ef ekki hærri, að sögn Hjördísar. „Talan er há og þetta er eiginlega orðið þannig að okkur finnst hundrað orðið eitthvað venjulegt, en auðvitað er það ekki venjulegt og það er ástæða fyrir því að við erum að tala um það sem við þurfum að vera að gera öll saman,“ segir Hjördís. „Ég held við þurfum bara enn og aftur að hvetja fólk, sem er með einkenni til að fara í sýnatöku. Það er bara það sem skiptir okkur öllu máli, fyrir allt samfélagið.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira