Íslenski boltinn

Þjóðhátíðarsigur í Vestmannaeyjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Helgi Sigurðsson þjálfar lið ÍBV.
Helgi Sigurðsson þjálfar lið ÍBV. vísir/s2s

Einn leikur fór fram í íslenskum fótbolta í dag og var hann leikinn á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum þar sem ÍBV tók á móti Aftureldingu.

Gestirnir úr Mosfellsbæ urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Oskar Wasilewski, varnarmaður Aftureldingar, fékk að líta rauða spjaldið fyrir gróft brot.

Einum fleiri tókst Eyjamönnum að skora eitt mark í fyrri hálfleik en það gerði Breki Ómarsson á 23.mínútu.

Eitt mark skildi liðin að allt þar til í uppbótartíma þegar Seku Conneh gulltryggði 2-0 sigur heimamanna.

Venju samkvæmt er mikil gleði í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgi þó ekki sé hefbundin Þjóðhátíð í gangi vegna samkomutakmarkana en sigur ÍBV ætti að kæta Eyjafólk þar sem liðið styrkti nú stöðu sína í 2.sæti Lengjudeildarinnar.

Afturelding hins vegar í 9.sæti deildarinnar, sex stigum frá fallsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×