Síðasta myndin úr vél Johns Snorra Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 10:20 Þetta er ramminn úr myndbandinu sem GoPro myndavélin vill ekki spila. Þetta er eina myndefnið sem hefur tekist að ná úr vélinni eins og er. Instagram/Elia Saikaly Síðasta myndin úr GoPro-myndavél Johns Snorra Sigurjónssonar, sem hann var með á sér á K2 þegar hann fórst þar í byrjun febrúar, hefur verið birt á netinu. Sajid Sadpara, sonur Ali Sadpara, sem fórst með John í leiðangrinum, náði GoPro-myndavélinni úr jakka Johns þegar hann fann lík göngumannanna á mánudaginn var. Kvikmyndatökumaðurinn Elia Saikaly, sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra og samferðamanna hans, var með í för Sajids, þegar þeir fundu lík ferðalanganna á mánudaginn. Hann segir enn ekki sannað að þeir hafi náð toppi K2. Í nýrri færslu sem hann birti á Instagram deilir hann myndinni sem náðist úr vél John Snorra og lýsir leitaraðgerðum á fjallinu. Myndin er rammi úr myndbandi sem vélin tók en því miður virðist allt annað myndefni vélarinnar ónýtt. „Þetta er eina myndefnið sem við höfum einmitt núna. Einn stakur rammi úr myndbandi sem virðist skemmt en þarf frekari greiningu,“ skrifar Elia í færslunni. Hann segir litinn á reipinu sem sést á myndinni vera mikilvægt smáatriði sem geti sagt mikið um ferð þeirra. Því var nefnilega komið fyrir af nepölsku göngumönnunum sem náðu toppi K2 að vetrarlagi fyrstir manna, nokkru áður en John Snorri og samferðamenn hans komust langt upp í fjallið. „En hvar er þetta? Hversu nálægt toppinum? Getur GoPro 360 vélin gefið okkur upplýsingar um staðsetningarhnit göngumannanna? Hvað fleira getur myndin sagt okkur?“ spyr Elia sig. Ekki sannað að þeir hafi náð toppinum Hann segir það skrýtið að ekki sé hægt að spila myndband vélarinnar. Enn sé ekki sannað að þeir hafi náð toppi K2 áður en þeir létust: „Okkar vinna hér heldur áfram. Við drögum ekki neinar ályktanir strax á meðan við reynum að púsla myndinni af ferð þeirra saman og leita vísbendinga um að þeir hafi komist á topp K2 að vetrarlagi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) John Snorri í mestri hæð Þremenningarnir fundust á fjallinu á mánudag, sem fyrr segir. Elia lýsir því hvernig einstakur viljastyrkur Sajids sem var staðráðinn í að finna lík föður síns, hafi keyrt leitarferð þeirra áfram við virkilega hættulegar aðstæður. „Brekkan sem þeir fundust í var í um 75 til 80 gráðu halla. Eitt rangt skref og við hefðum dáið. Sajid eyddi meira en fimmtán mínútum í að leita á klæðnaði Johns eftir mikilvægum búnaði þeirra. Á einum tímapunkti tók hann hníf sinn út og byrjaði að skera á klæðnað hans,“ skrifa Elia. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt það er að leita á og færa lík manneskju sem hefur látist í meira en 8000 metra hæð. Ég tók það upp þegar fjaðrir flugu niður af fjallshlíðinni þegar hann náði GoPro vélinni loks úr klæðnaði hans.“ Elia segir að mennirnir hafi greinilega verið á niðurleið þegar þeir fundust. John Snorri var þá aftastur, í mestri hæð, en hann fannst festur í öryggislínur sem Sjerpar hafa komið fyrir á leiðinni á toppinn. Nokkuð skammt frá honum var Ali Sadpara og Juan Pablo fannst síðar mun neðar en þeir, nær búðum fjögur. Talið er að þeir hafi króknað úr kulda eftir að stormur skall á í fjallinu. John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Kvikmyndatökumaðurinn Elia Saikaly, sem vann að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra og samferðamanna hans, var með í för Sajids, þegar þeir fundu lík ferðalanganna á mánudaginn. Hann segir enn ekki sannað að þeir hafi náð toppi K2. Í nýrri færslu sem hann birti á Instagram deilir hann myndinni sem náðist úr vél John Snorra og lýsir leitaraðgerðum á fjallinu. Myndin er rammi úr myndbandi sem vélin tók en því miður virðist allt annað myndefni vélarinnar ónýtt. „Þetta er eina myndefnið sem við höfum einmitt núna. Einn stakur rammi úr myndbandi sem virðist skemmt en þarf frekari greiningu,“ skrifar Elia í færslunni. Hann segir litinn á reipinu sem sést á myndinni vera mikilvægt smáatriði sem geti sagt mikið um ferð þeirra. Því var nefnilega komið fyrir af nepölsku göngumönnunum sem náðu toppi K2 að vetrarlagi fyrstir manna, nokkru áður en John Snorri og samferðamenn hans komust langt upp í fjallið. „En hvar er þetta? Hversu nálægt toppinum? Getur GoPro 360 vélin gefið okkur upplýsingar um staðsetningarhnit göngumannanna? Hvað fleira getur myndin sagt okkur?“ spyr Elia sig. Ekki sannað að þeir hafi náð toppinum Hann segir það skrýtið að ekki sé hægt að spila myndband vélarinnar. Enn sé ekki sannað að þeir hafi náð toppi K2 áður en þeir létust: „Okkar vinna hér heldur áfram. Við drögum ekki neinar ályktanir strax á meðan við reynum að púsla myndinni af ferð þeirra saman og leita vísbendinga um að þeir hafi komist á topp K2 að vetrarlagi.“ View this post on Instagram A post shared by Elia Saikaly (@eliasaikaly) John Snorri í mestri hæð Þremenningarnir fundust á fjallinu á mánudag, sem fyrr segir. Elia lýsir því hvernig einstakur viljastyrkur Sajids sem var staðráðinn í að finna lík föður síns, hafi keyrt leitarferð þeirra áfram við virkilega hættulegar aðstæður. „Brekkan sem þeir fundust í var í um 75 til 80 gráðu halla. Eitt rangt skref og við hefðum dáið. Sajid eyddi meira en fimmtán mínútum í að leita á klæðnaði Johns eftir mikilvægum búnaði þeirra. Á einum tímapunkti tók hann hníf sinn út og byrjaði að skera á klæðnað hans,“ skrifa Elia. „Þið getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt það er að leita á og færa lík manneskju sem hefur látist í meira en 8000 metra hæð. Ég tók það upp þegar fjaðrir flugu niður af fjallshlíðinni þegar hann náði GoPro vélinni loks úr klæðnaði hans.“ Elia segir að mennirnir hafi greinilega verið á niðurleið þegar þeir fundust. John Snorri var þá aftastur, í mestri hæð, en hann fannst festur í öryggislínur sem Sjerpar hafa komið fyrir á leiðinni á toppinn. Nokkuð skammt frá honum var Ali Sadpara og Juan Pablo fannst síðar mun neðar en þeir, nær búðum fjögur. Talið er að þeir hafi króknað úr kulda eftir að stormur skall á í fjallinu.
John Snorri á K2 Pakistan Tengdar fréttir Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01 Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50 Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Sjá meira
Tíminn með John Snorra stuttur en risti djúpt Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að gerð heimildarmyndar um leiðangur Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, fjallar um kynni sín af John Snorra í ítarlegri færslu á Instagram í dag. Hann segir John Snorra hugrakkan og góðhjartaðan mann, sem framar öllu öðru elski fjölskyldu sína. 11. febrúar 2021 16:01
Telja John Snorra hafa náð toppi K2 Leitarmenn sem fundu lík John Snorra Sigurjónssonar og Ali Sadpara fyrir ofan fjórðu búðir á K2 á mánudag telja að þeir félagar hafi náð toppi fjallsins áður en þeir létust. Frá þessu er greint á minningarreikningi Sadpara á Twitter. 28. júlí 2021 09:50
Fjölskylda Johns Snorra þakkar hlýhug Fjölskylda Johns Snorra segir að ákveðinni óvissu hafi nú verið eytt um afdrif þeirra Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 þann fimmta febrúar síðastliðinn. Leitin að þeim hefur nú borið árangur þar sem líkamsleifar þeirra fundust í gær. 27. júlí 2021 08:40