Yfirmaður Blizzard hættir störfum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 13:57 Starfsmenn Blizzard Entertainment mótmæltu yfirmönnum sínum í síðustu viku. AP/Jeff Gritchen J. Allen Brack, yfirmaður leikjafyrirtækisins Blizzard Entertainment, hefur hætt störfum hjá fyrirtækinu. Það gerði hann í kjölfar lögsóknar Kaliforníuríkis vegna meintrar eitraðar starfsmenningar í garð kvenna innan veggja Activision Blizzard, sem er móðurfyrirtæki Blizzard. Fyrstu viðbrögð yfirmanna AB vöktu töluverða reiði meðal starfsmanna og annarra í tölvuleikjaheiminum. Saksóknarar í Kaliforníu höfðuðu mál gegn AB í síðasta mánuði eftir tveggja ára rannsókn þeirra á starfsmenningu fyrirtækisins. Fyrirtækinu var líkt við svokallað bræðrafélag (fraternity á ensku) og því haldið fram að konur væru ítrekað áreittar kynferðislega og fengju lægri laun. Þá voru forsvarsmenn AB gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi varðandi ábendingar um þessa hegðun. Þá var vísað til atviks þar sem kona svipti sig lífi á ferðalagi með yfirmanni sínum. Hún hafði orðið fyrir mikilli áreitni áður en hún dó. Meðal annars höfðu samstarfsmenn hennar dreift nektarmyndum af henni sín á milli. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn AB frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ásakanirnar gegn fyrirtækinu aflagaðar og rangar. Þá sögðu þeir lögsóknina á höndum ábyrgðarlausra embættismanna. Það vakti töluverða reiði meðal starfsmanna AB sem fordæmdu yfirlýsingar yfirmanna og stöðvuðu vinnu tímabundið í síðustu viku. Í yfirlýsingu á vef Activision Blizzard segir að þau Jen Oneal og Mike Ybarra muni stýra fyrirtækinu í sameiningu. Oneal hóf störf hjá AB í janúar en Obarra hefur starfað þar frá 2019. Haft er eftir Brack að hann treysti þeim til að stýra fyrirtækinu og hraða breytingum þar. Þeim sé treystandi til að að vinna af heilindum og staðfestu. Brack var meðal þeirra sem voru nefndir sérstaklega í lögsókn Kaliforníu. Hann er sagður hafa vitað af starfsmenningunni og eru konur sagðar hafa kvartað beint til hans. Hins vegar er hann sakaður um aðgerðaleysi varðandi þær kvartanir. Hann hafði starfað hjá Blizzard í fimmtán ár en hafði stýrt fyrirtækinu frá október 2018. Hann stýrði þróun fjölspilunarleiksins vinsæla World of Warcraft um árabil. Leikjavísir Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Saksóknarar í Kaliforníu höfðuðu mál gegn AB í síðasta mánuði eftir tveggja ára rannsókn þeirra á starfsmenningu fyrirtækisins. Fyrirtækinu var líkt við svokallað bræðrafélag (fraternity á ensku) og því haldið fram að konur væru ítrekað áreittar kynferðislega og fengju lægri laun. Þá voru forsvarsmenn AB gagnrýndir fyrir aðgerðarleysi varðandi ábendingar um þessa hegðun. Þá var vísað til atviks þar sem kona svipti sig lífi á ferðalagi með yfirmanni sínum. Hún hafði orðið fyrir mikilli áreitni áður en hún dó. Meðal annars höfðu samstarfsmenn hennar dreift nektarmyndum af henni sín á milli. Í kjölfarið sendu forsvarsmenn AB frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðu ásakanirnar gegn fyrirtækinu aflagaðar og rangar. Þá sögðu þeir lögsóknina á höndum ábyrgðarlausra embættismanna. Það vakti töluverða reiði meðal starfsmanna AB sem fordæmdu yfirlýsingar yfirmanna og stöðvuðu vinnu tímabundið í síðustu viku. Í yfirlýsingu á vef Activision Blizzard segir að þau Jen Oneal og Mike Ybarra muni stýra fyrirtækinu í sameiningu. Oneal hóf störf hjá AB í janúar en Obarra hefur starfað þar frá 2019. Haft er eftir Brack að hann treysti þeim til að stýra fyrirtækinu og hraða breytingum þar. Þeim sé treystandi til að að vinna af heilindum og staðfestu. Brack var meðal þeirra sem voru nefndir sérstaklega í lögsókn Kaliforníu. Hann er sagður hafa vitað af starfsmenningunni og eru konur sagðar hafa kvartað beint til hans. Hins vegar er hann sakaður um aðgerðaleysi varðandi þær kvartanir. Hann hafði starfað hjá Blizzard í fimmtán ár en hafði stýrt fyrirtækinu frá október 2018. Hann stýrði þróun fjölspilunarleiksins vinsæla World of Warcraft um árabil.
Leikjavísir Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira