Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2021 11:34 Ekki er mælt með því að fólk vappi um á hrauninu. Vísir/Vilhelm Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira