Jóhannes Karl: Árni sagði bara „Nei takk“ Sverrir Mar Smárason skrifar 11. ágúst 2021 21:00 Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með Árna Marinó Einarsson, markvörð Skagamanna, í kvöld. Vísir/Bára Dröfn ÍA eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 1-0 sigur á FH í kvöld. Jóhannes Karl, þjálfari Skagamanna, var mjög ánægður í leikslok. „Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum. Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
„Tilfinningin er bara geggjuð. Frábær tilfinning og bara gaman að fylgjast með strákunum fara inní þennan leik á móti FH. Við höfum verið í smá basli með þá í deildinni en frábært að sjá hvernig þeir voru tilbúnir í slaginn. Náum tökum frekar snemma í leiknum og ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um tilfinninguna strax eftir leik. Skagamenn mættu FH ofarlega á vellinum í fyrri hálfleik, settu mikla pressu á varnar- og miðjumenn FH og voru fastir fyrir. Það gerði FH erfitt fyrir í að spila upp og halda boltanum. „Við ætluðum að pressa þá og þvinga þá í erfiðar sendingar. Þeir völdu mikið að láta Pétur Viðars fá boltann í vinstri hafsentinum og það hentaði okkur ágætlega og Viktor þvingaði hann yfir til vinstri. Við komumst í ágætis stöður þegar við unnum boltann þar. Auðvitað eru FH líka góðir í sínu uppspili og Lennon, Jónatan og Matti hættulegir og við gátum ekki stoppað allt sem þeir voru að gera en ég var sáttur við varnarvinnuna og pressuna okkar í dag,“ sagði Jóhannes Karl. ÍA skoruðu snemma leiks eða á 6.mínútu í kvöld. Sindri Snær vann þá boltann og sendi strax í gegn á Ísak Snær sem kláraði vel. Jóhannes var sáttur við markið. „Það var þetta sem við höfðum trú á. Við höfðum kraftinn í fremri miðjumönnum og fremsta manninum okkar í Viktori. Svo er náttúrulega hörku kraftur í Gísla Laxdal líka en Hákon er svo aðeins öðruvísi týpa. Við höfðum trú á að við gætum refsað hafsentunum fyrst Gummi var kominn upp á miðjuna þá eru Pétur og Guðmann svona aðeins hægari en okkar fremstu menn og við ætluðum okkur að keyra á það. Því miður var forystan bara 1-0 í hálfleik en við vorum sáttir með það í sjálfu sér,“ sagði Jói Kalli. Í lok leiks sóttu FH-ingar hart að marki Skagamanna og fengu mörg góð færi. Ungi maðurinn í markinu, Árni Marinó, varði allt sem að marki hans kom og Jóhannes hrósaði honum fyrir. „Árni var alveg geggjaður. Ég veit ekki hversu oft hann varði maður á mann í restina. FH-ingarnir eru með hörku skallamenn og Morten Beck var líka kominn inná og þeir dældu bara mikið af boltum á okkur hægra megin þar sem Gummi Tyrfings er ekki stærsti, hávaxnasti bakvörður á Íslandi en hann átti líka góðan leik í dag. Við vorum í basli með þessa löngu bolta í restina og þeir náðu að fylgja því eftir að ná í seinni boltann og komast í góðar stöður en Árni sagði bara nei takk,“ sagði Jóhannes Karl. Að lokum var Jóhannes spurður gömlu klisjuna um óska mótherja og svarið var einfalt. „ÍR á heimavelli, væri það ekki fínt?“ sagði Jóhannes að lokum.
Mjólkurbikarinn ÍA Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira