Jón Gnarr er kominn með Covid-19 Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 16:34 Jón Gnarr er smitaður af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr er einn þeirra 130 sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Hann segist ekki vita hvar hann smitaðist en þó telur hann ekki ólíklegt að það hafi verið í Leifsstöð. Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Jón segir í samtali við fréttastofu að honum líði ekkert sérstaklega vel en þó séu eflaust margir veikari en hann. Hann greindist smitaður í gær ásamt konu sinni, Jógu Jóhannsdóttur. í gær greindist ég með kóvíd og er nú kominn í einangrun. ekki með hita en hálsbólgu og líður soldið einsog ég hafi gleypt gamalt og blautt handklæði sem legið hafi á gólfi einhvern tíma— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) August 13, 2021 Hann segist hafa verið í miklum samskiptum við smitrakningarteymið en að ekki hafi tekist að rekja smit þeirra hjóna. Hann vakti athygli á því á samfélagsmiðlinum Twitter á dögunum að mikil örtröð hafi verið í flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar hann kom heim að utan með fjölskyldu sinni. Hann segir að hann hafi fundið það á innsæinu að gæti smitast á flugvellinum og nú nokkrum dögum síðar er hann kominn með Covid-19. Jón segist þó ekki vera neinn sérfræðingur í smitrakningu og geti því ekkert fullyrt um það að hann hafi smitast í Leifsstöð. Fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í Jón segist ekki sáttur með aðstæður í Leifsstöð og að það sé þveröfugt við allar reglur í samfélaginu. Sérstaklega séu fjarlægðarreglur þverbrotnar. Hann furðar sig á því að lítil virðing sé borin fyrir þeim fórnum sem fólk hefur fært í baráttunni við Covid-19. „Við höfum meira að segja vera að kveðja fólk í jarðarförum í gegn um netið, svo er okkur boðið upp á svona,“ segir hann. Þá fer í taugarnar á Jóni þegar yfirvöld og fyrirtæki reyna að koma ábyrgð yfir á einstaklinga. Hann segir að alþjóðaflugvellir séu almennt undanþegnir sóttvarnareglum en að honum finnist mikilvægt að rekstraraðilar þeirra sýni samfélagslega ábyrgð og haldi uppi almennum sóttvörnum. Jón segir að honum hafi fundist ekkert kerfi vera til staðar í Leifsstöð og að allri ábyrgð sé varpað yfir á einstaklinga. Hann segir aðstæðurnar vera fálmkennt rugl sem fólk er látið dúsa í. Bæði fullbólusett Jón segir að þau Jóga séu bæði fullbólusett en að honum líði ekki eins og bóluefnið hafi brugðist sér. Hann skilji að bóluefni hafi verið þróuð mjög hratt og að hann beri mikið traust til læknavísinda og vísinda almennt. Hann segir að lokum að honum hafi fundist Íslendingar takast vel á við heimsfaraldurinn og af æðruleysi. Hann segir að sér finnist þær sóttvarnaraðgerðir sem farið hefur verið í skynsamlegar þó hann sé ekki beint ánægður með þær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira