Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 19:51 Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins. Samsett Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. „Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“ KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
„Mér fannst þetta bara rangt og mér var misboðið. Ég hugsaði ókei ef enginn annar gerir þetta, þá geri ég þetta,“ segir Hanna í þættinum Reykjavík síðdegis. Hanna Björg hefur verið áberandi í fjölmiðlum í dag vegna pistils sem hún birti á Vísi í morgun. Þar sakaði hún Knattspyrnusamband Íslands um þöggun, gerendameðvirkni og kvenfyrirlitningu. „Ég var auðvitað ekki viðstödd nauðgunina. En þetta er náttúrlega þannig að annað hvort trúum við þolendum eða erum gerendameðvirk. Það er í rauninni bara þannig og auðvitað er umræddur þolandi ekki að skrökva,“ segir Hanna og á þar við frásögn ungrar konu sem segist hafa orðið fyrir nauðgun af tveimur þekktum mönnum sem sagðir eru vera landsliðsmenn. „Ég las þessa frásögn [...] og er búin að lesa fullt af frásögnum frá þolendum og auðvitað trúi ég þeim öllum og ég hugsaði bara „Nei þetta gengur ekki!“. Það gengur ekki að við blásum sólskini á gerendur í tíma og ótíma og þolendur sitji uppi með það að þurfa fylgjast með gerendum sínum vera dýrkaðir og dáðir í samfélaginu ofan í ofbeldið.“ Hanna segist óviss um hvernig KSÍ eigi að bregðast við en segir þörf á því að grípa í taumana. „Það er bara eitthvað skrítið í gangi þarna í KSÍ eins og ég segi í greininni. Þetta loðir við fótboltann þessi kvenfyrirlitning. Þeir eru með fínar jafnréttisáætlanir og jafnréttisstefnu en ég sé ekki að þeim gangi neitt rosalega vel með jafnréttismálin sín.“ Hanna segist hafa vitneskju um það að KSÍ hafi vitað af nauðguninni sem um ræðir. „Og ég veit líka að KSÍ vissi um heimilisofbeldi sem annar landsliðsmaður beitti og fleiri brot.“ „Ef að KSÍ lætur eins og þetta mál hafi ekki gerst og það sé bara allt í himnalagi, sko ég veit ekki alveg hvað gerist, en ég held bara að stjórnmálin munu taka þetta upp og þetta muni hafa miklar afleiðingar. Ég ætla að segja það hér og nú.“ Hanna segist hafa fengið mikil og jákvæð viðbrögð í dag. „Það rignir yfir mig þökkum frá fólki sem segir að þetta hafi verið löngu orðið tímabært.“
KSÍ Kynferðisofbeldi Reykjavík síðdegis Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06 Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Gagnrýnir KSÍ vegna frásagnar af hópnauðgun landsliðsmanna Forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands og framhaldsskólakennari segist hafa heyrt fjölda frásagna af landsliðsmönnum í knattspyrnu sem séu sagðir beita konur ofbeldi. Bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. Knattspyrnusamband Íslands bregðist ekki við. 13. ágúst 2021 14:06
Um KSÍ og kvenfyrirlitningu Óhætt er að fullyrða að knattspyrna sé vinsælasta íþrótt heims. Fólk sem hefur í raun engan áhuga á íþróttum á sér uppáhaldslið og fylgist spennt með mótum. Á sama tíma hefur spilling og ákveðið siðleysi fylgt íþróttinni, a.m.k undanfarna áratugi. Vafalaust tengist það þeirri staðreynd að vinsældunum fylgja miklir fjármunir. 13. ágúst 2021 11:01