„Hann kenndi mér svo margt á svo skömmum tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 10:32 Ari Fenger er nýjasti gestur hlaðvarpsins Normið, sem birtist vikulega hér á Vísi og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Samsett „Ég vissi miklu meira en ég áttaði mig á, segir Ari Fenger um það hvernig það var að byrja að vinna fyrst hjá fjölskyldufyrirtækinu 1912. Ari Fenger tók við fyrirtækinu í hruninu eftir að faðir hans greindist með krabbamein. Í dag er forstjóri og einn eigandi fyrirtækisins ásamt því að vera stjórnarformaður Viðskiptaráðs. Hann ætlaði sér samt aldrei að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu. „Ég klára Verslunarskólann árið 2001 og fljótlega fer ég að vinna hjá Nathan & Olsen. Ég ætlaði nú aldrei að starfa hjá fyrirtækinu, á unglingsárum sagði ég að ég myndi aldrei vinna þar og ætlaði að vera bóndi á tímabili og smiður. Vilhjálmur faðir Ara var þá forstjóri fyrirtækisins og gaf honum skemmtilegt fyrsta verkefni sem vörumerkjastjóri. Þá var Ari fljótur að skipta um skoðun. „Ég hafði mjög gaman af þessu og fann mig mjög mikið í þessu hlutverki.“ Algjört brjálæði Aðeins 22 ára spurði Ari föður sinn, hvað þarf ég að gera til þess að verða framkvæmdastjóri? „Það er svolítið magnað að horfa til baka. Pabbi ákveður 2006 að ég væri bara algjörlega maðurinn til að verða framkvæmdastjóri fyrir Nathan & Olsen.“ Hann tók við því hlutverki aðeins 26 ára gamall. „Mér fannst það bara sjálfsagt, ég var bara algjörlega maðurinn í þetta. Eftir á hyggja var þetta algjörlega brjálæði.“ Ari ræddi föðurmissinn, ferilinn sinn, morgunrútínuna og margt fleira í viðtali í nýjasta þætti Sylvíu og Evu af hlaðvarpinu Normið. Ari viðurkennir að hann hafi verið upptekin af aldri sínum til að byrja með og réði inn eldri og reyndari starfsmenn með sér. Snemma árið 2008 greindist faðir Ara með krabbamein og fékk hann þá enn stærra hlutverk og byrjar að reka 1912. „Pabbi fellur frá 21. október 2008, í miðju bankahruninu.“ Náðu mörgum góðum árum Ari segir að honum hafi varla gefist tími til þess að átta sig á því hvernig það yrði að takast á við þetta áfall og taka við þessari nýju stöðu og miklu ábyrgð í vinnunni. Vilhjálmur var aðeins 56 ára þegar hann lést. „Það var enginn tími til að hugsa hvernig manni liði. Ég var í París á sýningu þegar pabbi fellur frá og ég fæ símtalið. Ég næ að koma mér það kvöld til baka og kveðja hann, svo var ég bara mættur til vinnu morguninn eftir. Ég er ekki að segja að það hafi verið einhver hetjudáð. Þannig var bara tíðarandinn líka. Við vorum með sjötíu til áttatíu manns í vinnu og áttum alveg erfitt sem fyrirtæki þarna, það vissi enginn hvernig næstu ár eða mánuðir myndu verða og það var mikil hræðsla, hjá mér líka.“ Ari segir að það hafi verið mikilvægt í sorginni að minnast alls þess góða sem faðir hans hafði. „Við vorum miklir vinir og gerðum eiginlega allt saman. Við náðum mörgum góðum árum og hann kenndi mér svo margt á skömmum tíma.“ Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið svona ungur, sem reyndist svo fyrirtækinu mikið heillaskref. Ari segir að hann hafi alltaf haft fullt traust föður síns og það hafi gefið honum mikið sjálfstraust. „Hann hafði óbilandi trú.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Ari Fenger tók við fyrirtækinu í hruninu eftir að faðir hans greindist með krabbamein. Í dag er forstjóri og einn eigandi fyrirtækisins ásamt því að vera stjórnarformaður Viðskiptaráðs. Hann ætlaði sér samt aldrei að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu. „Ég klára Verslunarskólann árið 2001 og fljótlega fer ég að vinna hjá Nathan & Olsen. Ég ætlaði nú aldrei að starfa hjá fyrirtækinu, á unglingsárum sagði ég að ég myndi aldrei vinna þar og ætlaði að vera bóndi á tímabili og smiður. Vilhjálmur faðir Ara var þá forstjóri fyrirtækisins og gaf honum skemmtilegt fyrsta verkefni sem vörumerkjastjóri. Þá var Ari fljótur að skipta um skoðun. „Ég hafði mjög gaman af þessu og fann mig mjög mikið í þessu hlutverki.“ Algjört brjálæði Aðeins 22 ára spurði Ari föður sinn, hvað þarf ég að gera til þess að verða framkvæmdastjóri? „Það er svolítið magnað að horfa til baka. Pabbi ákveður 2006 að ég væri bara algjörlega maðurinn til að verða framkvæmdastjóri fyrir Nathan & Olsen.“ Hann tók við því hlutverki aðeins 26 ára gamall. „Mér fannst það bara sjálfsagt, ég var bara algjörlega maðurinn í þetta. Eftir á hyggja var þetta algjörlega brjálæði.“ Ari ræddi föðurmissinn, ferilinn sinn, morgunrútínuna og margt fleira í viðtali í nýjasta þætti Sylvíu og Evu af hlaðvarpinu Normið. Ari viðurkennir að hann hafi verið upptekin af aldri sínum til að byrja með og réði inn eldri og reyndari starfsmenn með sér. Snemma árið 2008 greindist faðir Ara með krabbamein og fékk hann þá enn stærra hlutverk og byrjar að reka 1912. „Pabbi fellur frá 21. október 2008, í miðju bankahruninu.“ Náðu mörgum góðum árum Ari segir að honum hafi varla gefist tími til þess að átta sig á því hvernig það yrði að takast á við þetta áfall og taka við þessari nýju stöðu og miklu ábyrgð í vinnunni. Vilhjálmur var aðeins 56 ára þegar hann lést. „Það var enginn tími til að hugsa hvernig manni liði. Ég var í París á sýningu þegar pabbi fellur frá og ég fæ símtalið. Ég næ að koma mér það kvöld til baka og kveðja hann, svo var ég bara mættur til vinnu morguninn eftir. Ég er ekki að segja að það hafi verið einhver hetjudáð. Þannig var bara tíðarandinn líka. Við vorum með sjötíu til áttatíu manns í vinnu og áttum alveg erfitt sem fyrirtæki þarna, það vissi enginn hvernig næstu ár eða mánuðir myndu verða og það var mikil hræðsla, hjá mér líka.“ Ari segir að það hafi verið mikilvægt í sorginni að minnast alls þess góða sem faðir hans hafði. „Við vorum miklir vinir og gerðum eiginlega allt saman. Við náðum mörgum góðum árum og hann kenndi mér svo margt á skömmum tíma.“ Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið svona ungur, sem reyndist svo fyrirtækinu mikið heillaskref. Ari segir að hann hafi alltaf haft fullt traust föður síns og það hafi gefið honum mikið sjálfstraust. „Hann hafði óbilandi trú.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira