„Hann kenndi mér svo margt á svo skömmum tíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 10:32 Ari Fenger er nýjasti gestur hlaðvarpsins Normið, sem birtist vikulega hér á Vísi og öllum helstu hlaðvarpsveitum. Samsett „Ég vissi miklu meira en ég áttaði mig á, segir Ari Fenger um það hvernig það var að byrja að vinna fyrst hjá fjölskyldufyrirtækinu 1912. Ari Fenger tók við fyrirtækinu í hruninu eftir að faðir hans greindist með krabbamein. Í dag er forstjóri og einn eigandi fyrirtækisins ásamt því að vera stjórnarformaður Viðskiptaráðs. Hann ætlaði sér samt aldrei að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu. „Ég klára Verslunarskólann árið 2001 og fljótlega fer ég að vinna hjá Nathan & Olsen. Ég ætlaði nú aldrei að starfa hjá fyrirtækinu, á unglingsárum sagði ég að ég myndi aldrei vinna þar og ætlaði að vera bóndi á tímabili og smiður. Vilhjálmur faðir Ara var þá forstjóri fyrirtækisins og gaf honum skemmtilegt fyrsta verkefni sem vörumerkjastjóri. Þá var Ari fljótur að skipta um skoðun. „Ég hafði mjög gaman af þessu og fann mig mjög mikið í þessu hlutverki.“ Algjört brjálæði Aðeins 22 ára spurði Ari föður sinn, hvað þarf ég að gera til þess að verða framkvæmdastjóri? „Það er svolítið magnað að horfa til baka. Pabbi ákveður 2006 að ég væri bara algjörlega maðurinn til að verða framkvæmdastjóri fyrir Nathan & Olsen.“ Hann tók við því hlutverki aðeins 26 ára gamall. „Mér fannst það bara sjálfsagt, ég var bara algjörlega maðurinn í þetta. Eftir á hyggja var þetta algjörlega brjálæði.“ Ari ræddi föðurmissinn, ferilinn sinn, morgunrútínuna og margt fleira í viðtali í nýjasta þætti Sylvíu og Evu af hlaðvarpinu Normið. Ari viðurkennir að hann hafi verið upptekin af aldri sínum til að byrja með og réði inn eldri og reyndari starfsmenn með sér. Snemma árið 2008 greindist faðir Ara með krabbamein og fékk hann þá enn stærra hlutverk og byrjar að reka 1912. „Pabbi fellur frá 21. október 2008, í miðju bankahruninu.“ Náðu mörgum góðum árum Ari segir að honum hafi varla gefist tími til þess að átta sig á því hvernig það yrði að takast á við þetta áfall og taka við þessari nýju stöðu og miklu ábyrgð í vinnunni. Vilhjálmur var aðeins 56 ára þegar hann lést. „Það var enginn tími til að hugsa hvernig manni liði. Ég var í París á sýningu þegar pabbi fellur frá og ég fæ símtalið. Ég næ að koma mér það kvöld til baka og kveðja hann, svo var ég bara mættur til vinnu morguninn eftir. Ég er ekki að segja að það hafi verið einhver hetjudáð. Þannig var bara tíðarandinn líka. Við vorum með sjötíu til áttatíu manns í vinnu og áttum alveg erfitt sem fyrirtæki þarna, það vissi enginn hvernig næstu ár eða mánuðir myndu verða og það var mikil hræðsla, hjá mér líka.“ Ari segir að það hafi verið mikilvægt í sorginni að minnast alls þess góða sem faðir hans hafði. „Við vorum miklir vinir og gerðum eiginlega allt saman. Við náðum mörgum góðum árum og hann kenndi mér svo margt á skömmum tíma.“ Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið svona ungur, sem reyndist svo fyrirtækinu mikið heillaskref. Ari segir að hann hafi alltaf haft fullt traust föður síns og það hafi gefið honum mikið sjálfstraust. „Hann hafði óbilandi trú.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi. Normið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Ari Fenger tók við fyrirtækinu í hruninu eftir að faðir hans greindist með krabbamein. Í dag er forstjóri og einn eigandi fyrirtækisins ásamt því að vera stjórnarformaður Viðskiptaráðs. Hann ætlaði sér samt aldrei að vinna hjá fjölskyldufyrirtækinu. „Ég klára Verslunarskólann árið 2001 og fljótlega fer ég að vinna hjá Nathan & Olsen. Ég ætlaði nú aldrei að starfa hjá fyrirtækinu, á unglingsárum sagði ég að ég myndi aldrei vinna þar og ætlaði að vera bóndi á tímabili og smiður. Vilhjálmur faðir Ara var þá forstjóri fyrirtækisins og gaf honum skemmtilegt fyrsta verkefni sem vörumerkjastjóri. Þá var Ari fljótur að skipta um skoðun. „Ég hafði mjög gaman af þessu og fann mig mjög mikið í þessu hlutverki.“ Algjört brjálæði Aðeins 22 ára spurði Ari föður sinn, hvað þarf ég að gera til þess að verða framkvæmdastjóri? „Það er svolítið magnað að horfa til baka. Pabbi ákveður 2006 að ég væri bara algjörlega maðurinn til að verða framkvæmdastjóri fyrir Nathan & Olsen.“ Hann tók við því hlutverki aðeins 26 ára gamall. „Mér fannst það bara sjálfsagt, ég var bara algjörlega maðurinn í þetta. Eftir á hyggja var þetta algjörlega brjálæði.“ Ari ræddi föðurmissinn, ferilinn sinn, morgunrútínuna og margt fleira í viðtali í nýjasta þætti Sylvíu og Evu af hlaðvarpinu Normið. Ari viðurkennir að hann hafi verið upptekin af aldri sínum til að byrja með og réði inn eldri og reyndari starfsmenn með sér. Snemma árið 2008 greindist faðir Ara með krabbamein og fékk hann þá enn stærra hlutverk og byrjar að reka 1912. „Pabbi fellur frá 21. október 2008, í miðju bankahruninu.“ Náðu mörgum góðum árum Ari segir að honum hafi varla gefist tími til þess að átta sig á því hvernig það yrði að takast á við þetta áfall og taka við þessari nýju stöðu og miklu ábyrgð í vinnunni. Vilhjálmur var aðeins 56 ára þegar hann lést. „Það var enginn tími til að hugsa hvernig manni liði. Ég var í París á sýningu þegar pabbi fellur frá og ég fæ símtalið. Ég næ að koma mér það kvöld til baka og kveðja hann, svo var ég bara mættur til vinnu morguninn eftir. Ég er ekki að segja að það hafi verið einhver hetjudáð. Þannig var bara tíðarandinn líka. Við vorum með sjötíu til áttatíu manns í vinnu og áttum alveg erfitt sem fyrirtæki þarna, það vissi enginn hvernig næstu ár eða mánuðir myndu verða og það var mikil hræðsla, hjá mér líka.“ Ari segir að það hafi verið mikilvægt í sorginni að minnast alls þess góða sem faðir hans hafði. „Við vorum miklir vinir og gerðum eiginlega allt saman. Við náðum mörgum góðum árum og hann kenndi mér svo margt á skömmum tíma.“ Hann er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifærið svona ungur, sem reyndist svo fyrirtækinu mikið heillaskref. Ari segir að hann hafi alltaf haft fullt traust föður síns og það hafi gefið honum mikið sjálfstraust. „Hann hafði óbilandi trú.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í þættinum hér fyrir neðan. Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Hlaðvarpsþættirnir Normið birtast vikulega hér á Vísi og á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Settu follow í hlaðvarpsappinu þínu og þá sérðu alltaf þegar nýr þáttur mætir á svæðið. Þáttastjórnendur eru Eva Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjóns, athafnakonur og þjálfarar. Hægt er að fylgjast með þeim á Instagram síðunni @normið og HÉR á Vísi.
Normið Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira