Þórey og Magnús opinberuðu samband sitt haustið 2019 en eru nú gengin í hjónaband. Smartland sagði fyrst frá.
Þórey er stofnandi og eigandi Empower en hefur meðal annars starfað sem ráðgjafi hjá Capacent og var á sínum tíma aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur dómsmálaráðherra. Þórey er mikil útivistarkona og hefur ásamt hópnum Snjódrífurnar safnað fyrir samtökin Líf og Kraftur með göngum eins og Lífskraftur og Kvennadalshnjúkur, eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.
Magnús er framkvæmdastjóri Rauðukamba en var áður fjölmiðlamaður og einnig formaður þingflokks Samfylkingarinnar árið 2012 en hann sat á þingi á árunum 2009-2013.